Saturday, October 07, 2006

Skrýtið

Einu sinni var ég á ættarmóti. Einn bróðir hans pabba gekk hægum skrefum til mín benti á mig vísifingri og sagði hægt: “Ég man.....”
Síðan kom gott hik og hann botnaði:
“.......þegar Noregur vann Eurovision en Ísland lenti bara í 15.sæti”
Ég sem hélt að hann ætlaði að renna yfir einhverja gamla minningu um mig. En það var ekki. Ég skil ekki ennþá hvers vegna hann mundi þetta allt í einu svona á miðju ættarmóti. Hann man ábyggilega ekki lengur eftir þessu. En hér sit ég og blogga um þetta. Skrýtið.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home