Wednesday, May 03, 2006

No matter what happened Tuesday

Það ringdi á Valborgarhátíðinni þannig að fólk gafst upp. Veðurfar hefur verið undarlegt hér undanfarinn vetur og hefur þetta áreiðanlega verið síðasta vörn vetursins. Svíar voru spurðir að því hvað fólk gerði þegar það ringdi á Valborgarhátíðinni. Svarið: "Það hefur aldrei rignt." En eins og ég hef sagt áður. Lundakarnivalið er eftir.

Ég er búinn að átta mig á því að ég er alltaf í prófum hérna úti. Á íslandi fer maður stundum í fimm próf í lok annar. Það er klikkað. Hér úti fer maður í svipaðan fjölda af prófum en þeim er bara dreift yfir önnina. Það gerir mann samviskusamari. En það gerir það líka að verkum að manni finnst maður alltaf vera að læra fyrir próf.

Hjalti, ég biðst afsökunar á að svara aldrei kommentunum þínum. Þetta virðist vera kerfisbundin höfnun en það er það ekki. Þú átt inni hjá mér einn chillí-chillí falafel fyrir að hafa þurft að þola þetta.

Myndband dagsins er athyglisvert. Stephen Colbert heitir maður sem er grínari hjá the Daily show. Honum var boðið á viðburð sem forseti USA heldur einu sinni á ári þar sem öllu helsta fjölmiðlafólki er boðið og flott fólk vill vera á. Honum var boðið að vera ræðuhaldari. Þeir sem skipulögðu þetta hafa án efa séð eftir því að hafa boðið honum. Stephen Colbert "roasted Bush" eins og kanarnir orða það. Og eins og þið sem horfið á þetta sjáið, þá er George Bush við hliðina á honum. Svona 3 metra frá. Það er eiginlega skrýtið að horfa á þetta. Því miður þá var þetta tekið út af youtube.com en ég fann hluta nr.1 af ræðunni einhversstaðar annarsstaðar. Þetta byrjar á einhverri kynningu á Colbert. Síðan tekur hann sjálfur við. Tékkaðu á þessu hér. Það merkilega er að fjölmiðlar í USA fjölluðu lítið sem ekkert um þetta. Ástæðan er sú að Colbert málaði þá upp sem mjög slaka.

úr myndbandinu:
"The greatest thing about this President is you know where he stands. He believes the same thing Wednesday that he believed on Monday, no matter what happened Tuesday!"

Lesning dagsins: Biblia Hebraica Stuttgartensia

6 Comments:

Blogger Þórir Hrafn said...

"Now I know there's some polls out there saying this man has a 32-percent approval rating," Mr. Colbert said a few moments later. "But guys like us, we don't pay attention to the polls. We know that polls are just a collection of statistics that reflect what people are thinking 'in reality.' And reality has a well-known liberal bias."

Ég held mikið upp á þetta komment...

þessi maður er náttúrulega stjarnfræðilega fyndinn. Innslögin hans í The Daily show voru/eru frábær og nýji þátturinn hans er stórgóður...

Strumpakveðjur :)

Thu May 04, 06:16:00 PM 2006  
Blogger oskararnorsson said...

Hressandi myndband.

Hvar fáum við að sjá part 2 og 3?

Fri May 05, 03:07:00 AM 2006  
Blogger Grétar said...

Þórir: Þú hefur greinilega fylgst vel með Colbert. Geturðu horft á nýja þátinn hans á netinu? hvar?

Óskar: hér er hluti númer 2
http://www.ifilm.com/ifilmdetail/2723898

Því miður var þetta allt tekið út af youtube.com

Fri May 05, 12:56:00 PM 2006  
Blogger Grétar said...

Þórir: þessar línur eru í uppáhaldi hjá mér:

Madame First Lady, Mr. President, my name is Stephen Colbert and tonight it's my privilege to celebrate this president. We're not so different, he and I. We get it. We're not brainiacs on the nerd patrol. We're not members of the factinista. We go straight from the gut, right sir? That's where the truth lies, right down here in the gut. Do you know you have more nerve endings in your gut than you have in your head? You can look it up. I know some of you are going to say I did look it up, and that's not true. That's cause you looked it up in a book.

Fri May 05, 01:04:00 PM 2006  
Blogger Grétar said...

Mitt netfang er hið óviðjafnanlega og kvengerandi gretagu@hi.is
nei, ekki gretargu heldur gretagu. Háskóli Íslands valdi þetta fyrir mig í einverju gríni. Endilega, sendu mér eitthvað.

Mon May 08, 04:31:00 PM 2006  
Anonymous Anonymous said...

Very nice site! Free acne medicine Colorado springs lasik surgery suzuki gp-3 Tramadol buy 1994 ford lightning specs Buy cheap butalbital online humidifier aprilair Serial ata 400 mb harddrive all cell phone companys Bookkeeping account receivable Cystic acne natural cure Petite silk pants Stories erotic mother wearing pantyhose Prototipos peugeot http://www.new-cars-1.info/Chilton-total-car-care-manuals.html Saunas mixtes montreal Yahoo online parental control Hm8405rcll humidifier Revell land rover

Tue Mar 06, 09:58:00 AM 2007  

Post a Comment

<< Home