Sunday, April 23, 2006

Just Two Guys

Begga og Eggert, tengdaforeldrarnir, hafa verið hér hjá okkur Völu í nokkra daga. Það er búið að vera næs.

Bandarískur vinur okkar Völu vill endilega koma í heimsókn til Íslands til að leita að Silfri Egils. Hann heldur að hann finni það. Ég held að hann finni það ekki. Hann segist vera mjög fundvís. Það er fyndið. Veit einhver hvort það sé hægt að leigja eða kaupa málmleitartæki á íslandi? Hvar þá?

Margir rembast mikið við að hafa skoðanir. Mikið getur það verið þreytandi. Setningar sem byrja á "mér finnst" hljóma gjarnan illa í mínum eyrum. Fólk með skoðanir á að til að hagræða staðreyndum, og fullyrða um þá hluti sem það hefur takmarkaða þekkingu á. Það vitnar jafnvel í "rannsóknir" sem það man ekki hver gerði eða hvar. Segist vita eitthvað sem það man ekki hvar það las eða heyrði. Haha. Þá getur maður ekkert sagt. "Nú, já er það þannig?" þarf maður að segja. Það getur verið leiðinlegt að spyrja: "Af hverju er það þannig?" ef manni finnst eitthvað ekki passa og fá þá svarið til baka: "Það er bara þannig".

Ég vona samt að enginn sem lesi þetta fari að krefja mig um að fylgja mælikvörðum um "fullkomna samræðu". Því ég efast um að ég standi alltaf undir því.

Ég ætla að lokum að færa þér mjög gott myndband. Frá sömu náungum og hafa verið á bakvið öll hin myndböndin og ég hef linkað á fyrr. Í þetta skiptið setja þeir sig í stellingar náunga sem falla ekki að hugmyndum okkar um töff. Síðan taka þeir lagið. Þeir kalla þetta myndband: Just Two Guys

Lesning dagsins: Wikipedia-The Goths

0 Comments:

Post a Comment

<< Home