Thursday, March 30, 2006

A day in the life of Natalie Portman

je je je
Allt er að komast í gott(e.good) horf hér. Leysingar eru búnar að vera flottar og vorið(e.spring) á leiðinni. Hebreskukúrsinn(e. hebrew course) gengur flott og nú eru Helga og Jóhanna í heimsókn hjá okkur(e.wheat).

Ég þarf að fara að hafa mig upp í það að læra F á gítarnum mínum. Ég fékk hann um jólin en ég er bara ekki búinn að leggja í F ennþá. Er þess vegna bara búinn að vera að hafa upp á lögum án F. Það er svosem ágætt. Mörg ágæt lög sem innihalda ekki F. Það væri samt óneitanlega gott að hafa F-ið með.

Það er mikið af góðri tónlist að finna hér í Svíþjóð. Ég vil þakka Gumma sérstaklega fyrir að benda mér á Jens Lekman fyrir löngu síðan. Hann er mjög góður. Svo vil ég líka koma einkaskilaboðum til Gumma: Farðu einhvern daginn á skype! Á morgun förum við síðan á The Knife, þá einstaklega góðu hljómsveit. Munu Hjalti og Óskar koma á þá tónleika í miklu stuði og syngja: We had a promise made, We were in love. Þó er líklegra að þeir muni taka undir þegar sungið verður:
I'm in love with your brother. Þeir eru nefnilega svo flippaðir strákarnir. Ástsjúkir alveg hreint. D.J.O.K

Ég var búinn að segjast ætla að birta mjög góð myndbönd hér. Eitt á eftir öðru. Það var eitthvað vesen með myndband síðustu færslu því NBC var alltaf að taka það út af youtube.com. NBC veit ekkert hvað er þeim fyrir bestu. Myndband dagsins á sér sömu höfunda og síðasta myndband. Aðalstjarnan í því er Natalie Portman, leikkonan knáa. Í þessu myndbandi rappar hún eitt það bilaðasta gangsta rapp sem ég hef séð í mörg ár. Reyndar hef ég ekkert mikið verið að horfa á svoleiðis. Þannig að það er kannski ekki að marka. Tékkaðu á þessu hér

1 Comments:

Blogger Grétar said...

Hér er síða sem hefur textann við myndbandið.

http://kydem.blogspot.com/2006/03/natalie-portmans-snl-gangsta-rap.html

Fri Mar 31, 02:24:00 AM 2006  

Post a Comment

<< Home