Wednesday, October 31, 2007

Siðbótardagurinn

Í dag var siðbótardagurinn. Hann er ár hvert þann 31.október.
Í dag er þess minnst að 490 ár eru frá því að 95 greinar Marteins Lúthers voru negldar á kirkjudyrnar í Wittenberg.

Í ljósi þess má vera að margir séu að íhuga að versla sér góðan varning tengdan Lúther. Það er ekki ólíklegt að fólk vilji á einhvern hátt merkja sig siðbótarfrömuðinum. Ég vil hjálpa þessum leitandi sálum og vísa þeim á afbragðsvarning sem getur verið gott að eignast fyrir 500 ára afmæli upphafs siðbótarinnar eftir 10 ár.

Lúther-bjórkrúsin þykir góð. Hún er prýdd hluta af þekktum orðum Lúthers: "Syndga djarflega. En vertu djarfari í trausti þínu á Krist". Á ensku er fyrri hlutinn oft útlagður sem: "Sin boldly". Vel viðeigandi á bjórkrús.

Svo má líka versla flotta Lúther sokka. Þeir eru merktir þeim orðum sagt er að Lúther hafi mælt í lok ræðu sinnar þar sem hann neitaði að draga öll sín fyrri orð til baka. Lokaorð Lúthers í svari hans eiga að hafa verið: "Hier stehe ich; ich kann nicht anders. Gott helfe mir! Amen". Á ensku hafa þeir útlagt þennan fyrrihluta sem "Here I stand" og smellt á þessa fínu sokka

Að lokum er síðan gott að rifja upp ævihlaup Lúthers og horfa á Hollywood blockbusterinn: LUTHER-rebel, genius, liberator? Okkar maður er leikinn af engum öðrum en Joseph Fiennes.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Loose [url=http://www.greatinvoice.com]invoice[/url] software, inventory software and billing software to conceive professional invoices in bat of an eye while tracking your customers.

Sat Dec 08, 02:32:00 AM 2012  

Post a Comment

<< Home