Wednesday, October 24, 2007

Menntakerfið

Minn helsti Akkilesarhæll í útihlaupunum er án efa hægri hællinn. Ég fæ alltaf hælsæri í hann. Eiginlega ekkert í hinn.

Ég skil ekki af hverju og velti því hér upp að kenna menntakerfinu um.

Af hverju þarf annars allataf að vera að setja menntun upp í einhver kerfi?

Á ekki bara hver og einn að velja fyrir sig hvað hann vill læra?
Er það ekki bara persónulegt val hvers og eins hvað fólki finnst skipta máli í menntun?

spurningar spurningar......
Menntakerfið hefur ekkert búið mig undir að takast á við þessar spurningar.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta eru athyglisverðar spurningar sem þú kastar hér fram, Grétar, hvort sem það nú er í gamni eða í alvöru. Sjálfur hef ég tekist af miklum þunga á við þessar spurningar undanfarnar vikur í tengslum við nám mitt til kennsluréttinda. Hvað er menntun og hvað er mikils vert að læra? Það er svo sem ekki til neitt einhlítt svar við þeim spurningum. En í markmiðum námskránna, sem umrætt "menntakerfi" býr til sér til viðmiðunar, hljóta að koma fram þau gildi og þekking, sem samfélagið telur mikilvægt að miðla til næstu kynslóðar. Margt af því sem þar kemur fram - e.t.v. nánast allt - erum við trúlega sammála um að menn þurfi að læra, svo sem lestur, skrift, reikning, erlend tungumál, líkamsrækt o.s.frv. En hvernig á að kenna umburðarlyndi, gagnrýna hugsun, eða að takast á við spurningar um hinstu rök tilverunnar? Það vekur athygli í sambandi við menntakerfið, að ekki er talin ástæða til að nemendur í framhaldsskóla læri um neitt sem tengist trú eða trúarbrögðum, nema að því leyti sem trúarbragðasagan tengist skylduefni mannkynssögunnar. Bara pælingar á mánudagsmorgni...

Mon Oct 29, 02:35:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

Ég setti þessar spurningar fram í sem grín og alvöru. Vanalega er ég lítið hrifinn af svoleiðis enda lyktar slíkt grín oft hroka, kaldhæðni og skort á hreinskilni. Ég leyfði mér þó munaðinn hér. Ég er í raun að setja spurningarmerki við sterka samfélagsstrauma sem virðast telja að maðurinn sé siðferðisvera að því marki að hann velji hvað honum þykji mikilvægt. Það held ég að sé ekki rétt.
Varðandi námskrár er ég sammála þér Þorgeir.
Þeir sem hanna námskrár eru einmitt að velja hvað skiptir máli fyrir börn og ungmenni að vita, skilja og finnast. Val námsefna og það hvernig þau eru kennd er byggt á huglægu mati sem aftur er mótað af ríkjandi hugmyndafræðistraumum sem má finna í menningu okkar. Menning tæknihyggju sem vill bara þjóna þjóðríkinu virðist ekki vilja kenna nein gildi, neina lífssýn eða neinar dyggðir aðrar en þær sem þarf til að þjóna þjóðríkinu og afkomu þess.

Mon Oct 29, 01:13:00 PM 2007  

Post a Comment

<< Home