Sumarnótt
Ég vil birta hér alveg frábært ljóð sem ég sá fyrst í Tímariti Máls og Menningar.
Ljóðið er að mínu mati magnþrungið.
Björn Halldórsson prestur í Laufási er sagður hafa samið ljóðið nóttina fyrir giftingu sína á sumarmánuðum ársins 1852. Honum leið illa í hjónabandi og vildi ekki giftast. Hann var prestur og sjálfur prestsonur og átti síðar eftir að verða biskupsfaðir. Ekki er vitað hvers vegna Björn kveið svo komandi degi sem bar í skauti sér giftingarathöfn hans. Um þá spurningu er fjallað í Tímaritinu. Kannski var hann samkynhneigður, kannski hafði hann ekki áhuga á hjónabandi yfirleitt, eða var ástfanginn af annarri konu. Hver veit? Hann kveið allavega giftingardegi sínum sárlega og leið ekki vel í hjónabandi. Nóttina fyrir giftingu sína á hann að hafa samið þetta ljóð sem er ævintýralega vel gert. Lestu það hægt, af þunga og með athygli:
Sumarnótt
Dags lít ég deyjandi roða
drekkja sér norður í sæ;
grátandi skýin það skoða,
skuggaleg upp yfir bæ
þögulust nótt allra nótta,
nákyrrð þín ofbýður mér.
Stendurðu á öndinni af ótta
eða hvað gengur að þér?
Jörð yfir sofandi síga
svartýrðar lætur þú brýr.
Tár þín á hendur mér hníga
hljótt, en ég finn þau samt skýr.
Verður þér myrkvum á vegi
vesturför óyndisleg?
Kvíðir þú komandi degi,
kolbrýnda nótt, eins og ég?
Ljóðið er að mínu mati magnþrungið.
Björn Halldórsson prestur í Laufási er sagður hafa samið ljóðið nóttina fyrir giftingu sína á sumarmánuðum ársins 1852. Honum leið illa í hjónabandi og vildi ekki giftast. Hann var prestur og sjálfur prestsonur og átti síðar eftir að verða biskupsfaðir. Ekki er vitað hvers vegna Björn kveið svo komandi degi sem bar í skauti sér giftingarathöfn hans. Um þá spurningu er fjallað í Tímaritinu. Kannski var hann samkynhneigður, kannski hafði hann ekki áhuga á hjónabandi yfirleitt, eða var ástfanginn af annarri konu. Hver veit? Hann kveið allavega giftingardegi sínum sárlega og leið ekki vel í hjónabandi. Nóttina fyrir giftingu sína á hann að hafa samið þetta ljóð sem er ævintýralega vel gert. Lestu það hægt, af þunga og með athygli:
Sumarnótt
Dags lít ég deyjandi roða
drekkja sér norður í sæ;
grátandi skýin það skoða,
skuggaleg upp yfir bæ
þögulust nótt allra nótta,
nákyrrð þín ofbýður mér.
Stendurðu á öndinni af ótta
eða hvað gengur að þér?
Jörð yfir sofandi síga
svartýrðar lætur þú brýr.
Tár þín á hendur mér hníga
hljótt, en ég finn þau samt skýr.
Verður þér myrkvum á vegi
vesturför óyndisleg?
Kvíðir þú komandi degi,
kolbrýnda nótt, eins og ég?
5 Comments:
Kolbrýnda nótt! Fallegt ljóð, renni yfir greinina að kvöldi.
Kveðjur úr skítnum,
skarpi
magnað ljóð.
Ég ætlaði bara rétt að þakka fyrir bloggið með flatkökurnar, ég var nefnilega í Bónus í gær og greip pakka af Úrvals en var þá hugsað til bloggsins og sagði við AFO að þú hefðir talað um hversu vondar þær væru og þá föttuðum við að þær eru eiginlega bara ógeðslegar og tókum frekar Ömmu...sem eru mjög góðar;)
Hva, erta spani?
Ég meina sko Spáni...
Post a Comment
<< Home