litlar spár rætast líka
Jæja, mín litla spá (sjá neðar) gekk eftir og rauða bindið á kjördag virðist hafa virkað. Kratar verða í næstu ríkisstjórn og er það vel.
Á tímabili sýndist mér vera góður möguleiki á samsteypustjórn Krata, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins.
Síðan tók ég eftir því að Vinstri grænir höfðu fengið sér bæði kókaín og amfetamín daginn eftir kjördag. Þeir hegðuðu sér með þeim hætti að ég hefði ekki þorað að vera með þeim einn í herbergi, hvað þá að ég hefði treyst þeim í ríkisstjórn.
Nýr meirihluti tekur við. Kratar fá þar margt að segja og verður skemmtilegt að sjá þær umbætur sem við taka. Ég vona bara að þessir flokkar verði ekki svo miklir formælendur efnahagslegrar skilvirkni að menningin eigi sér hvergi griðaskjól. Því hvað er eftir ef allt er berstrípað niður í það að eiga bara að vera skilvirkt? Þá er gott að minna aftur á orð Karls Bretaprins, eða Prince Charles, eins og vinir hans kalla hann:
"The trouble, I think, in today’s world is we abandon so many things unnecessarily,
so often in the name of efficiency. If you make everything over-efficient, you suck out, it seems to me, every last drop of what, up to now, has been known as culture."
Á sama tíma er ég samt líka mikill unnandi efnahagslegrar skilvirkni.
Á tímabili sýndist mér vera góður möguleiki á samsteypustjórn Krata, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins.
Síðan tók ég eftir því að Vinstri grænir höfðu fengið sér bæði kókaín og amfetamín daginn eftir kjördag. Þeir hegðuðu sér með þeim hætti að ég hefði ekki þorað að vera með þeim einn í herbergi, hvað þá að ég hefði treyst þeim í ríkisstjórn.
Nýr meirihluti tekur við. Kratar fá þar margt að segja og verður skemmtilegt að sjá þær umbætur sem við taka. Ég vona bara að þessir flokkar verði ekki svo miklir formælendur efnahagslegrar skilvirkni að menningin eigi sér hvergi griðaskjól. Því hvað er eftir ef allt er berstrípað niður í það að eiga bara að vera skilvirkt? Þá er gott að minna aftur á orð Karls Bretaprins, eða Prince Charles, eins og vinir hans kalla hann:
"The trouble, I think, in today’s world is we abandon so many things unnecessarily,
so often in the name of efficiency. If you make everything over-efficient, you suck out, it seems to me, every last drop of what, up to now, has been known as culture."
Á sama tíma er ég samt líka mikill unnandi efnahagslegrar skilvirkni.
3 Comments:
http://www.b2.is/?sida=tengill&id=237256
Þetta minnti mig á þig af einhverjum ástæðum.
"Síðan tók ég eftir því að Vinstri grænir höfðu fengið sér bæði kókaín og amfetamín daginn eftir kjördag."
Þarna kom lausnin á þessu undarlega máli... skýrir margt!
Gunni: Ég skil vel að þetta hafi minnt þig á mig. Þessir gaurar eru nefnilega næstum jafn góðir að rappa og ég. Þetta er virkilega fínt myndband hjá þeim.
Sandra: Ég hef lengi varað við því að menn blandi saman fíkniefnum því afleiðingarnar geta víst verið mjög ófyrirsjáanlegar.
Post a Comment
<< Home