kryptískir frasistar
Það sem við þurfum ekki er enn einn frasinn á borð við "staldra ber við og huga að því hvernig samfélag við viljum að hér þróist." Í stað þess að fleygja fram fleiri fleiri kryptískum setningum gætu Jón og Magnús byrjað á því að svara spurningunni sjálfir:
Hvernig samfélag vilja þeir að hér þróist?
Þetta er vel mælt hjá Pawel Bartoszek í grein hans: Frasistar.
Þessir náungar verða að fara að koma út úr skápnum og segja hvað þeir vilja. Ég vona líka að þeir feli sig ekki á bak við einhverja pseudo-hagfræði þegar þeir loks fara að segja eitthvað. En það koma þeir samt líklega til með að gera. Það er svo hentugt leið fyrir þá til að fela það sem þeir eru raunverulega að hugsa.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home