Sunday, November 05, 2006

Já, maður

það er til bók sem ég hef ekki lesið en mér finnst grunnhugmyndin mjög góð.
Hún heitir Yes Man og er skrifuð af manni sem gerði mjög athyglisverða tilraun. Hann ákvað í eitt ár að segja já við öllu sem hann væri beðinn um að gera. Hann segir víst að fram að þessu hafi hann verið í miklum vandræðum því hann var þesskonar náungi sem var bara á kafi í því að búa til afsakanir ef hann vildi ekki gera eitthvað.
En eitt árið ákvað hann að gera þessa tilraun: segja "já" við öllu sem hann væri beðinn um. Hann skrifar síðan um það í þessari bók.

dálítið gott.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home