Friday, October 27, 2006

Myspace, búið í dag

Jæja. Ég eyddi Myspace-heimsíðunni minni í dag. Minn Myspace-ferill hefur ekki verið glæstur. Hann byrjaði á veglegri opnun í gleði og sakleysi í Svíþjóð. Ég setti inn einhverja mynd af mér með sólgleraugu(ég er mjög sjaldan með sólgleraugu) og einhvern klikkaðan texta á ensku. Ég var mjög virkur í nokkra daga eftir stofnun og myspace-ferill minn reis hvað hæst þegar ég varð einn af meðlimum Urban Hunters hreyfingarinnar á Myspace. Eftir þetta fór ég eiginlega aldrei inn á síðuna, samþykkti aldrei nýja vini eða neitt. Myspace síðan mín stóð eftir óbreytt, kannski sem vitnisburður um fyrrverandi heimsveldi á myspace. Samt í raun alls ekki. Ég safnaði eiginlega aldrei neinum vinum. Myspace er ruglað fyrirbæri þar sem allir eru að reyna að vera ógeðslega flottir með sólgleraugu og klikkaða enska texta um bullið í sjálfum sér. Rest in Peace.

Sem seinasta andvarp myspace-síðunnar minna vil ég birta það sem var inngangstexti síðunnar og verður núna útgangstexti hennar:
This is me. I would like for you get to know me. Step in take of your coat, sit down and just contemplate everything you can see or find. It is me you find here. And at the same time it is not. Would it be fair to say that myspace profiles are like shopping windows? How far do we want to take that analogy? Not to far. This is all just for good fun.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home