Tuesday, January 30, 2007

hvernig leikur maður blýant?

Ég starfa m.a í Fella og Hólakirkju í strákastarfi, með strákum sem eru í 3. og 4. bekk. Þetta eru hressir náungar og fyndnir mjög, eins og krakkar eiga til að vera.
Ég hef farið með þeim í actionary og það er skemmtileg þegar þeir eiga að leika einhvern hlut. “Kyrrstaða” virðist vera eini eiginleiki hlutanna sem þeir fatta að tjá. Ef þeir fá t.d orðið "blýantur" þá standa þeir bara þráðbeinir og hreyfingarlausir á meðan hinir reyna að giska á fullu.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég var um daginn einnig í svona actionary með krökkum í TTT, þar var einn að lifa sig inn í hlutverkin af miklum móð. Í stað þess að leika hlutverkin þá varð hann hluturinn. Það var mjög fyndið, hann átti að leika kúst, í stað þess að sópa leikrænt með höndunum þá hoppaði hann út um allt gólfið. Hann var sem sagt sópurinn :-) kv. Sunna Dóra

Wed Jan 31, 04:34:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

hahaha. Þetta er mjög dæmigert. Ég þarf líka að sýna þér við tækifæri hvernig þeir túlka sól. Þeir reyna einmitt að breyta sér í sól. Það er náttúrulega vitavonlaust að giska á það.

Wed Jan 31, 04:40:00 AM 2007  
Anonymous Anonymous said...

gretarh.blogspot.com is very informative. The article is very professionally written. I enjoy reading gretarh.blogspot.com every day.
no fax payday loan
payday loans in canada

Mon Nov 23, 07:19:00 PM 2009  

Post a Comment

<< Home