Monday, February 12, 2007

Framtíðin er annað land

Væri ekki magnað ef maður gæti fengið útprentun á öllu því sem maður hefur sagt yfir daginn? Alveg svona nákvæma útprentun.
Ég gæti ímyndað mér að það væri hin mesta skemmtun að lesa.

Kannski að það verði hægt í framtíðinni.

4 Comments:

Blogger jongunna said...

Góður! Eflaust væri það magnað en ég óttast að það yrði mikil raun að þurfa horfast í augu við það sem maður hefur sagt yfir daginn. Hugsaðu þér aulahrollinn!

Disclaimer:
Þessi ummæli eru sett fram í hálfkæringi og ekki ætluð til þess að særa nokkurn. Heldur er þetta aðeins tilraun höfundar til þess að vera gamansamur.

Mon Feb 12, 11:10:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

Kannski yrði eitthvað um aulahroll, eða bara einlæga undrun. En inn á milli tel ég að myndu finnast algjörar perlur sem ættu að vera heimsbókmenntir.

Mon Feb 12, 03:09:00 PM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Ég tel að í mínu tilfelli kæmist ég aldrei yfir það að lesa allt sem ég segi. Ég yrði þá eflaust að tala annan hvern dag og nota hina til þess að lesa orðaflóðið yfir.

Tue Feb 13, 06:54:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

haha, já það gæti tekið lengri tíma fyrir þig en fyrir meðalmanninn að lesa það yfir. í þínu tilfelli þyrfti líka að leiðrétta smá stafsetningu enda notarðu oft "y" í stað "i" og "Q" í stað "k".

Jón Ómar þyrfti líka að leiðrétta staðreyndarvillur eins og t.d: "telpubandið nælon".
Hið rétta er "stúlknabandið Nylon"
Ekki allir sem vita það.

Tue Feb 13, 07:11:00 AM 2007  

Post a Comment

<< Home