Tuesday, February 06, 2007

Kosningar

Jæja, á morgun er ég að fara að vinna við Stúdentaráðskosningar í Háskólanum. Er í kjörstjórn. Kjörstjórn sér um að kosningar fari vel fram, réttir fólki kjörseðla og tekur á móti atkvæðum auk þess að stöðva allan áróður fylkinga á kjördögum. Ég er semsagt hlutlaus umsjónaraðili á kjördögum.

Ég var samt á sínum tíma sjálfur í hringiðunni í tvö ár en hef núna tekist að fá örlitla fjarlægð á þetta allt. Fjarlægðin hefur hjálpað mér að meta árin mín í Röskvu.

Það sem eftir stendur eftir þetta allt saman er sá magnaði samtakamáttur sem verður til, sérstaklega vikurnar fyrir kosningar. Í raun má segja að þetta sé rannsóknarverkefni fyrir fólk í verkefnastjórnun. Fullt af ungu fólki kemur saman og hefur enga sérfræðiþekkingu. Í sameiningu á það að setja upp framboðslista, prenta plaköt, gefa út bæklinga, hitta alla nemendur í Háskólanum, stilla upp og manna borð með áróðri, útbúa kosningablað, dreifa kosningablaði, halda endalausa fundi og skemmtanir, standa í endalausri málefnavinnu, redda öllu á milli himins og jarðar o.s.frv. Allt þetta og meira til þarf síðan að gerast innan ótrúlega þröngs tímaramma. Krakkarnir sofa ekki nóg,borða ekki nóg og læra alls ekki nóg.

Allt þetta gerist í sjálfboðavinnu.

Röskva var og er kraftaverk. Hver einasta kosningabarátta er þrekvirki. Ég hef tekið út minn skerf í slíkri vinnu, sit nú á hliðalínunni og dáist að þessu duglega fólki.

Á morgun eru kosningar.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Er Vaka líka kraftaverk? Eða er samtakamáttur auðvaldsins, kapítalismans myrkraverk?

Wed Feb 07, 03:16:00 PM 2007  
Blogger Grétar said...

haha. Vaka er yndislegt kraftaverk líka. Eins og þú Stefán.

Thu Feb 08, 12:45:00 AM 2007  
Blogger Agnar said...

Magnaður pistill hjá þér... það er alveg ótrúlegt hvernig svona lagað er hægt.

Thu Feb 08, 07:03:00 AM 2007  
Blogger jongunna said...

Ég held að ég eðlilegra væri að líta á Stefán einar sem tákn eða semeia, frekar en kraftaverk....

Thu Feb 08, 08:54:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

Stefán Einar er augljóslega semeia. Mér þykir samt Jón Ma. Ásgeirsson vera fullróttækur í þeirri túlkun sinni að Stefán Einar sé Mýta.

Thu Feb 08, 09:08:00 AM 2007  

Post a Comment

<< Home