frjálslyndi/íhaldssemi
Vegna kirkjuskilnings guðfræðingsins Stanley Hauerwas hefur hann verið sakaður um að vilja draga kirkjuna út úr heiminum og gera hana þannig að áhrifalausum sértrúarsöfnuði. Slíkt er þó fjarri Hauerwas. Sjálfur segir hann: „Kirkjan stendur ekki utan heimsins. Það er enginn staður fyrir kirkjuna annars staðar en í heiminum. Kirkjan á ekki að velta því fyrir sér hvort hún eigi að vera í heimunum. Það sem skiptir máli er með hvaða hætti kirkjan er í heiminum og hvers vegna." Hauerwas minnir okkur á að á tímum nasismans í Þýskalandi þá var kirkjan að stórum hluta reiðubúin að „þjóna heiminum“. Hún vissi hins vegar augljóslega ekki hvað í því fólst fyrst hún andmælti ekki því sem þar átti sér stað. Hann minnir okkur ennfremur á að það voru þó einhverjir sem, þótt þeir vissu ekki alltaf hvað þeim bæri að gera, gátu vitnað um sannleikann og neituðu að taka þátt í uppgöngu nasismans. Þetta var Játningakirkjan (hópur kristinna manna sem vildi ekki viðurkenna lífsviðhorf nasistaflokksins) sem gaf út Barmen-yfirlýsinguna árið 1934, þar sem stendur m.a:
...Jesús Kristur eins og honum er vitni borið í Heilagri ritningu er hið eina orð Guðs, sem oss ber að hlusta á, treysta og hlýða í lífi og í dauða. Vér afneitum þeirri röngu kenningu að kirkjan geti og verði að viðurkenna aðra uppsprettu boðunar sinnar fyrir utan þetta eina orð Guðs eða viðurkenna aðra atburði, völd, persónur og sannindi sem opinberun Guðs.
...Vér afneitum þeirri kenningu að til séu svæði lífs vors þar sem vér eigum ekki að þjóna Jesú Kristi heldur öðrum drottnum, svæði þar sem vér þurfum ekki á réttlætingu og helgun fyrir hann að halda.
Hauerwas spyr hvort Játningakirkjan hafi verið íhaldssöm, frjálslynd, eða tengd nokkurri annarri stefnu en einmitt þeirri að vera trú Jesú Kristi.
...Jesús Kristur eins og honum er vitni borið í Heilagri ritningu er hið eina orð Guðs, sem oss ber að hlusta á, treysta og hlýða í lífi og í dauða. Vér afneitum þeirri röngu kenningu að kirkjan geti og verði að viðurkenna aðra uppsprettu boðunar sinnar fyrir utan þetta eina orð Guðs eða viðurkenna aðra atburði, völd, persónur og sannindi sem opinberun Guðs.
...Vér afneitum þeirri kenningu að til séu svæði lífs vors þar sem vér eigum ekki að þjóna Jesú Kristi heldur öðrum drottnum, svæði þar sem vér þurfum ekki á réttlætingu og helgun fyrir hann að halda.
Hauerwas spyr hvort Játningakirkjan hafi verið íhaldssöm, frjálslynd, eða tengd nokkurri annarri stefnu en einmitt þeirri að vera trú Jesú Kristi.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home