Monday, November 05, 2007

Stefán og vantrú

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með umræðum á milli Stefáns Einars og vantrúarnáunganna undanfarið(grein 1, 2, 3, 4).

Ég þekki Stefán ágætlega úr guðfræðideildinni og veit að þar fer maður fylginn sér sem enginn fer gegn að gamni sínu.

Það gerðu vantrúanáungarnir hinsvegar nýlega. Mér sýnist þeir vakta flestöll blogg sem fjalla um trúmál og fara um eins og engisprettufaraldur á kommentakerfum þeirra. Ég hefði svo sem getað ráðlagt þeim gegn því að vera að vesenast svona í Stefáni.

Fyrir utan það þá skil ég ekki af hverju Stefán má ekki líka blogga um siðbótardaginn án þess að menn sjái sig knúna til að útlista sig um þá staðreynd að Marteinn Lúther hafi gert virkilega ljóta hluti.

Ég sé sjálfan mig ekki fyrir mér að leita uppi allar færslur um Aristóteles til þess að kommenta um hvað hann hafði neikvæð viðhorf gagnvart konum.

En hver veit? Batnandi manni best að lifa. Kannski að maður fari bara og taki bloggrúnt...

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mér sýnist þeir vakta flestöll blogg sem fjalla um trúmál og fara um eins og engisprettufaraldur á kommentakerfum þeirra.

Svar mitt verður náttúrulega til þess að styrkja þig í trúnni, en það verður bara að hafa það.

Til er fyrirbæri sem heitir blogggáttin. Þar rakst ég á skrif Stefáns. Auk þess er hann iðulega á forsíðu mbl af ástæðu sem ég þekki ekki.

Skrif um "engisprettufaraldur" eru óskaplega kjánaleg og bara leið til að þagga niður í fólki sem tjáir sig um ákveðna hluti.

Taktu eftir að ég einn (sem einstaklingur) kommenta við fyrstu færsluna - eftir það er Stefán beinlínis að skrifa um okkur og nafngreinir meðal annars einstaklinga. Að sjálfsögðu er honum það svarað. Nákvæmlega hvað er óeðlilegt við það?

Fyrir utan það þá skil ég ekki af hverju Stefán má ekki líka blogga um siðbótardaginn án þess að menn sjái sig knúna til að útlista sig um þá staðreynd að Marteinn Lúther hafi gert virkilega ljóta hluti.

Hann má það, mér fannst bara ástæða til að setja vísun á þessi skrif Lúthers sem Stefán þorði ekki að nefna. Hver er skaðinn? Hvað er svona athugavert við þessa vísun?

Stóra spurningin er frekar - af hverju viljið þið fela það óþægilega sem Lúther skrifaði/gerði? Af nógu er að taka.

Tue Nov 06, 01:12:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

Þetta staðfestir það ágætlega sem ég skrifaði hér í færslunni.
Ég vil líka benda á að þetta er líklega lengsta komment sem ég hef fengið
Vel gert. Þetta getur þú.
Og það á vinnutíma!
Ég held annars að aðalspurningin fyrir þig að svara sé hvaða kláði það sé sem þú ert með í sálinni sem þú aftur klórar þér í með því að vaða svona inn á allar trúmálaumræður, yfirleitt með óuppbyggilegum hætti.

Ég held að það sé sami kláði og fái þig til að skrifa 1 síðu langa lygasögu á heimasíðu þína þar sem þú lýgur því upp á Stefán Einar að hafa boðist til að veita þér kynlífsþjónustu gegn eiturlyfjum(sem þú hefur nú tekið út að beiðni lögmanns hans). Ég held að þú ætti að hætta að einbeita þér að Lúther og líta í eigin barm. Þetta er svo einkennileg hegðun sjáðu til.

Tue Nov 06, 03:28:00 AM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Hvaða máli skiptir það þó athugasemdin sé löng? Hún inniheldur tilvitnanir í þig og það tók mig innan við tvær mínútur að skrifa hana.

Þetta er furðulegur þankagangur.

Skipta efnisatriði málsins engu máli?

Lygasagan var rækilega merkt sem slík.

Tue Nov 06, 05:25:00 AM 2007  

Post a Comment

<< Home