Wednesday, December 05, 2007

Siðmennt snýst í hringi

Siðmennt hefur hingað til haft fremur hófstillta ásýnd í hugum margra á Íslandi.
Nýlega hinsvegar hefur Siðmennt tekið alveg furðulega snúninga. Siðmennt fór að ganga mjög langt. Á tímabili leit svo út að þeim væri að verða ágengt. Það átti að banna fermingarferðir barna á skólatíma og Vinaleið Þjóðkirkjunnar var í mikilli hættu. Kristilegt siðgæði átti síðan að nema burt úr lögum um grunnskóla.
Gott og vel. Það gekk vel hjá Siðmennt á tímabili og allt það.
Þá fóru að heyrast ennþá brjálæðislegri hugmyndir frá Siðmennt. Litlu jólin máttu ekki vera til í núverandi mynd og svo þurfti að skipta um þjóðsöng o.s.frv.
Þegar fólk brást hinsvegar ókvæða við þessari kúgun minnihlutahóps byrjaði Siðmennt að segja að það væri ekki satt að þetta væru "opinber stefnumál" samtakanna og eru komin á flótta undan því sem fulltrúar samtakanna hafa sagt og skrifað. Nú hefur Siðmennt síðan ákveðið að senda út opinbera kröfu um afsökunarbeiðni frá biskup fyrir að hafa kallað samtökin hatrömm í baráttu sinni.

Sömu samtök og hafa skrifað á sína heimasíðu: "Kirkjan hefur barist hatrammlega gegn vísindum, framförum og þekkingu allt fram til dagsins í dag."

Það var einmitt það.

Svavar Alfeð Jónsson rekur vel furðuleika þessa.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

"Litlu jólin máttu ekki vera til í núverandi mynd og svo þurfti að skipta um þjóðsöng "

Hvenær koma þetta frá Siðmennt?

Rifjaðu upp áttunda boðorðið.

Matti

Wed Dec 05, 05:28:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

Fulltrúi Siðmenntar talaði um litlu jólin bæði í 24 stundum og í Íslandi í dag eins og þú veist. Ég sé fulltrúa Siðmennt núna hlaupa um allt að reyna að sverja þessa óvinsælu skoðun af sér. Svo þegar gengið er á þá kemur í ljós að það má ekki syngja "heims um ból" og fleira í þeim dúr. Á heimasíðu Siðmenntar stendur síðan skrifað að "skipta verði um þjóðsöng einhvern tímann í náinni framtíð".

Wed Dec 05, 06:45:00 AM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Hann sagði ekki orð um litlu jólin við blaðamann 24 stunda - þetta hefur ítrekað verið leiðrétt og það var ekki eitt orð um litlu jólin í Íslandi í dag.

Grétar, í alvöru talað. Það hlýtur að vera hægt að eiga umræður um þetta án þess að ljúga stöðugt.

Matti

Wed Dec 05, 07:52:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

Ég las 24 stundir þennan dag og horfði á Ísland í dag.
En gott og vel. Segjum svo að hvort tveggja sé ekki rétt með farið og að það hafi aldrei verið talað um litlu jólin í neinum þessum miðlum.
Samt sem áður er það staðreynd að Siðmennt vill breyta litlu jólunum.

(þar að auki vil ég taka fram að það var talað um litlu jólin í Íslandi í dag. Ég var hinsvegar ekki á staðnum þegar viðtalið í 24 stundir var tekið)

Slakaðu svo aðeins á því að halda því fram að ég sé að ljúga. Myndi þér ekki finnast ofsafengið ef ég sakaði þig um að ljúga vegna þess eins að þú virðist ekki vita af því að litlu jólin bar á góma í umræddu viðtali?

Wed Dec 05, 08:13:00 AM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Matti þú veist það jafnvel og við, að Siðmennt berst gegn litlu jólunum í núverandi mynd, eins og Grétar víkur að. Nýr núllpunktur er boðaður á litlu jólunum án tillits til menningarsögu þjóðarinnar. Sérvaldir siðir Siðmennt þóknanlegir fá að halda sér.

Varaformaðurinn berst gegn helgileikjum í skólum, um það getur enginn efast enda hefur hann sjálfur hnykkt á því oftar en Kírópraktor. Fæ ekki betur séð en hann vantreysti kennurum þessa lands til að nota leiklistina sem kennslufræðilegt tæki til að kenna um hið kristna inntak jólanna. Helgileikir skulu út. Inntak sem hefur fylgt þjóðinni í rúmar 10. aldir.

Söngvar eins og Heims um ból, Í Betlehem er barn oss fætt og og Þá nýfæddur Jesús má heldur ekki syngja í skólum, hættulegir bænasöngvar sem mismuna sjáðu til.

Er kennurum þessa lands virkilega ekki treystandi til að kenna um þessa hlið menningar okkar án þess að það sé niðrandi fyrir aðrar lífsskoðanir?

Eða eru menn að biðja um aðskilnað ríkis þjóðmenningar?

kveðja Guðni Már

Wed Dec 05, 01:55:00 PM 2007  
Anonymous Anonymous said...

I wish not concur on it. I assume polite post. Especially the designation attracted me to read the unscathed story.

Fri Jan 15, 06:58:00 PM 2010  
Anonymous Anonymous said...

Nice post and this fill someone in on helped me alot in my college assignement. Thanks you on your information.

Tue Jan 19, 04:43:00 PM 2010  

Post a Comment

<< Home