Tuesday, August 19, 2008

Jæja,
Nú er víst komið að lokum þessarar dvalar minnar hér í Japan. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hér í þennan tíma. Nú fer ég fyrst vestur til Íslands í stutt stopp áður en ég held til frekari landvinninga, enn vestar - í Ameríku.

Tíminn hérna hefur verið ómetanlegur. Helst þó fyrir það að hafa fengið að vera hérna með henni Völu minni sem gefur og gefur og gefur.


Hún mun áfram vera hér í Tokyo og vinna fyrir íslenska sendiráðið en um jólin mun hún koma til Ameríku- ef allt gengur rétt eftir.

Það verður erfitt að kveðja Völu í þennan tíma en sem betur fer erum við bæði að fara að gera spennandi hluti, þótt þeir krefjist þess að við séum í sitthvorri álfunni.

Yfir og út.

2 Comments:

Blogger Valgerður B. said...

This comment has been removed by the author.

Thu Aug 21, 12:34:00 AM 2008  
Blogger Valgerður B. said...

Þetta reyndist vera jarðskjálfti sem við fundum á lestarstöðinni áður en þú fórst. Einn að lokum til að kveðja þig...

Thu Aug 21, 12:36:00 AM 2008  

Post a Comment

<< Home