Tuesday, July 15, 2008

hver framdi þetta körfuboltamót?!


Í Japan er að sjálfsögðu hægt að borða allar heimsins tegundir af mat. Þeirra eigin matarhefð virðist þó enn vera ráðandi, t.d á veitingastöðum. Maturinn á myndinni var bara fínn(reyndar er þetta mynd af bakkanum hennar Völu en ég fékk alveg eins). Maturinn í sem ég fékk í gær var hinsvegar ekkert sérstakur. Hálfgerð mizu-súpa með núðlum og öðru. Það sem gerir það spennandi fyrir okkur að fara japönsku staðina er að matseðlar eru eingöngu með japönsku letri og enskukunnátta þjónustufólks er afar takmörkuð. Niðurstaðan verður að þjónustufólkið fær að velja matinn fyrir okkur. Það veit líka langbest hvað er gott býst ég við. Nema reyndar í gær. Það virtust allir vera með góðan mat nema við. Ég hótaði auðvitað að fremja harakiri á staðnum. D.J.Ó.K.

ps. það er mjög áhugavert orðalag að tala um að "fremja harakiri". Dregur athöfnina einhvernveginn inn í siðferðilega rökvísi vesturlanda sem metur hana neikvætt. Það "fremur" t.d enginn körfuboltamót eða kvöldmatinn, eða skrifstofuvinnu. Það gæfi í skyn eitthvað neikvætt við athafnirnar. Ástæðan fyrir því að ég tek dæmið um körfuboltamótið er að einu sinni á Ísafirði heyrði ég mann segja að það hefði verið framið körfuboltamót þá um morguninn. Ég hugsaði um þetta orðalag lengi á eftir.

2 Comments:

Blogger Unknown said...

Þú ert skemmtilegur. Eigum við að fremja bók saman?

Wed Jul 16, 03:47:00 AM 2008  
Blogger Grétar said...

hljómar vel. Best væri ef þú fremdir textann og þá get ég framið myndirnar. Eins og orðtakið segir þá er engin bók án mynda.

Thu Jul 17, 04:45:00 AM 2008  

Post a Comment

<< Home