vakinn og sofinn í Tokyo
Á leiðinni til Japan kom ég við í Englandi í nokkra daga. Með mér í þeirri flugferð voru góðvinirnir Magnús Björn og Sigurður Eggerts. Þeir voru á leið til Kenýa daginn eftir. Sigurður var ákveðinn í flugferðinni og krafðist þess t.d að fá auka-máltíð eftir að hann hafði lokið sinni og hluta af máltíðinni hans Magga. Síðan sneri hann ákveðninni að mér og sagði: "Ef þú ert að fara til Tokyo þá áttu eftir að fokkast upp". Hann bætti síðan við að tímamismunurinn væri svo mikill að það ruglaði alveg í svefnkerfinu hjá manni. Síðan talaði hann um að þetta yrði ekkert mál fyrir hann og Magga því að þeir væru ekki að fara í gegnum mörg tímabelti með því að fara til Afríku. Ég vissi svo sem að þetta var rétt hjá honum. En ég þóttist vera nokkuð öruggur þegar ég kom til Tokýo um kvöld, sofnaði um miðnætti á japönskum tíma og vaknaði klukkan 7 daginn eftir. Fullkomið!
Spádómur Sigga hefur hinsvegar byrjað að rætast núna.
Spádómur Sigga hefur hinsvegar byrjað að rætast núna.
1 Comments:
Gaman að þessu. Vertu nú duglegur að skrifa heim gegnum netið.
Post a Comment
<< Home