Wednesday, July 23, 2008

seismískur hiti

Hér varð jarðskjálfti eftir miðnætti. Varði nokkuð lengi. Upptökin voru samt býsna langt frá Tokyo.

Hér er afskaplega heitt alla daga. Það hefur verið yfir 30 gráðu hiti upp á hvern dag og mikill raki. Hér er öllum heitt en fólk virðist mæta hitanum af hörku með því að klæða sig bara samt í jakkaföt og lakkskó.

Þegar Benedikt páfi var óbreyttur kardínáli var hann greinilega búinn að hanna sína eigin aðferð til að storka hitanum.

2 Comments:

Blogger jongunna said...

Já það er Ratzinger til hrós að hann kann að takast á við hitabylgjur. En hvernig tekst Grétar á við hitabylgjur? Fer hann í jakkaföt eða....?

Bestu kveðjur.
JG

Thu Jul 24, 10:18:00 AM 2008  
Blogger Grétar said...

Stundum sé ég fólk hérna í Timberland-skóm í hitanum. Ekki grín. Ég held að það geti verið áhugaverð leið fyrir mig. Gæti jafnvel hugsað mér eitthvað svona mix: Jakkaföt og Timberland skór. Það ætti að kenna hitanum lexíu.

Thu Jul 24, 06:07:00 PM 2008  

Post a Comment

<< Home