Monday, November 13, 2006

Jessup

Vala og nokkrir vinir hennar í lögfræði tóku þátt í málflutningskeppni í dag. Þetta var undankeppni fyrir bandarísku málflutningskeppnina Jessup og fór því fram á útlensku. Þau sigruðu keppnina. Þau fá því að fara til Washington og spóka sig þar sér að kostnaðarlausu.
Ég samgleðst þeim. Mikið fjör.

Annars var ég sjálfur viðstaddur málflutninginn. Mér var nú fyrimunað að skilja margt af þessu enda mikið útlenskt lögfræðifagmál á ferðinni. Samt fannst mér þetta mjög spennandi. Ég skildi nógu mikið til þess.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home