Saturday, December 09, 2006

nóttin er blá, mamma

Út er komin ævisaga Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, fyrsta bindi. Fjallar um æskuár Hannesar. Þetta er lítil ljósritaður pési sem má versla á 99 krónur í bókaverslunum. Mér finnst að það hafi verið meiri möguleikar á húmor í þessum bækling en raun er. Hannes Hólmsteinn segir sjálfur að hann gæti alveg haft húmor fyrir þessum bækling ef hann væri skrifaður af húmor. Svo væri því miður ekki. Ég veit ekki alveg hvort ég sé fyllilega sammála því mati. Ég verð hinsvegar að segja að titill bókarinnar er óborganlegur:

Hannes
-nóttin er blá, mamma-

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já ég veit ekki alveg hvað ég á að segja við þessum bækling. Það er einsog tilgangurinn hafi ekkert endilega verið sá að gefa út einhvern húmor, enda er ég viss um að Óttar geti verið fyndnari en þetta, þótt þetta sé alveg fyndið, þú veist.

ÓÖA

Sun Dec 10, 10:40:00 AM 2006  

Post a Comment

<< Home