Sunday, January 07, 2007

Cash

Fyrir ekki löngu síðan sá ég myndbandið við lag Johnny Cash, "God's Gonna Cut You Down" sem hann tók upp skömmu fyrir andlát sitt.

Myndbandið er í svarthvítu og hefjast á orðum á þá leið að Cash hafi klæðst svörtu vegna þess að hann hafi tekið stöðu með hinum fátæku og kúguðu. Síðan tekur lagið við. Í myndbandinu birtast margir þekktir einstaklingar sem virðast hafa samþykkt að leika í þessu mndbandi

Tommy Lee, Iggy Pop, Kanye West,Q-Tip, Chris Rock, Justin Timberlake, Kate Moss, Sheryl Crow, Dennis Hopper, Woody Harrelson, the Dixie Chicks, Sharon Stone, Bono, Lisa Marie Presley, Kid Rock, Jay-Z, Keith Richards, Johnny Depp,Owen Wilson og fleira fólk.

Textinn er á einn veg viðvörun til þeirra sem arka á röngum brautum um að fyrr eða síðar þurfi þeir að mæta réttlæti Guðs. Ég er bara svo forvitinn hvernig þetta myndband er hugsað. Margir þarna gætu talist til að vera: the tongue liar, the midnight rider ,the rambler, the gambler, the back biter sem talað er um í laginu. Síðan er þetta líka pínu á skjön við orðin í upphafi um samstöðu Cash með fátækum og kúguðum, þ.e að hafa fullt af frægu og riku fólki. Er verið að deila á þetta fólk með þessu lagi? Það meikar heldur ekki sens. Er þetta fólk að minna sig og aðra á stöðu sína sem syndarar eins og allir eru? Það myndi ganga upp í ljósi orðanna sem Bono er látin rista upp á vegg í myndbandinu: "Sinners make the best saints". Er þetta kannski bara fólk sem var tilbúið til að vera með sem tribute til Johnny Cash í þessu lagi? Af hverju þá þetta fólk? Er kannski engin pæling á bak við þetta nema að vekja athygli á myndbandinu? Spurningar, spurningar. Ekki stóru spurningarnar. En spurningar samt.

You can run on for a long time
Run on for a long time
Run on for a long time
Sooner or later God'll cut you down
Sooner or later God'll cut you down

0 Comments:

Post a Comment

<< Home