Wednesday, December 20, 2006

tenglar fyrir alla

Jæja, búinn í prófum og er mjög hress. Fór út að borða fínt í gær og rölti mikið um í bænum í dag. Leitaði að gjöfum. Keypti samt ekki neina.

Ég er núna búinn að uppfæra tenglalistann. Mikið rosalega er það óáhugavert verk að vinna. En allaveganna......
Upprunalegi tenglalistinn "tenglar" stendur samt enn, enda einhver besti tenglalisti síðari ára og mæli ég með því að þú gaumgæfir hann.
Nú hef ég bætti við tenglaflokkunum: "þrjú Egg","vefrit", "guðfræðigengið" og "bloggfólk sem bloggar"

Ef þú vilt vera þarna þá geturðu kommentað eitthvað. Ég þori að veðja að þessi listi sé ekki tæmandi.

4 Comments:

Blogger Unknown said...

Gamli súri.

Wed Dec 20, 03:39:00 PM 2006  
Blogger Grétar said...

nei heyrðu úps.
Ég setti slóðina þína inn. En skrifaði óvart nafnið Yngvi. Einhver handvömm þar á ferð. Við kippum þessu í liðinn og skutlum þínu nafni á þína slóð. Eins og vera ber

Wed Dec 20, 03:47:00 PM 2006  
Anonymous Anonymous said...

hvernig er raðað á þennan lista? ég er frekar neðarlega þarna og þetta virðist ekki vera stafrófsröð. En hittingur? allt gengið?

Thu Dec 21, 06:50:00 AM 2006  
Blogger Grétar said...

Já, það er ekki mikið kerfi á þessu hjá mér. Kannski er það helsti styrkleiki tenglalistans míns. Hittingur hljómar yndislega. Hreint út sagt yndislega og ég er mjög opin fyrir slíku.

Thu Dec 21, 07:12:00 AM 2006  

Post a Comment

<< Home