Tuesday, December 12, 2006

1,13,126,23,46

Er núna að lesa fyrir próf í Sálmunum. Virkilega sem þeir eru magnaðir. Breiddin í þeim er gífurleg og hreinskilni sálmaskáldanna mikil. Þeir kvarta og kveina í Guði, þeir fagna í honum, undrast, velta vöngum, fela áhyggjur sína honum, stynja, andvarpa og gleðjast. Allt í senn. Sálmarnir byggja á ríkri hefð til mörg þúsunda ára. Á fólki sem sá Guð sem miðlægan í sinni tilveru í þrautum sem og fögnuði.

Snú við hag vorum, Drottinn,
eins og þú gjörir við lækina í Suðurlandinu.
Þeir sem sá með tárum,
munu uppskera með gleðisöng.
Grátandi fara menn
og bera sæðið til sáningar,
með gleðisöng koma þeir aftur
og bera kornbindin heim.
sálmur 126:5-6

0 Comments:

Post a Comment

<< Home