Saturday, March 10, 2007

einn grínóttur

Lengi hef ég vanmetið eldri-kalla húmor. En ég er að vinna í þessu og er í óða önn að reyna ná tökum á þessu skemmtilega grínformi.

Maður getur ekki almennilega grínast án þess að þekkja þann þunga straum eldri-kalla húmors sem er svo stór hluti af öllu heimsins spaugi.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég held að þú verðir í framtíðinni afsönnun þeirrar lífseigu kenningar, að prestar séu húmorslausir.

Eða bara undantekningin, sem mun sanna regluna.

Mon Mar 12, 04:20:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

Það væri frábært að fá tækifæri að afsanna þá furðulegu mýtu, sem ég hef reyndar aldrei heyrt um fyrr.

Ég tel þvert á móti presta og guðfræðilærða vera með heimsins öflugasta húmor enda er fátt fyndnara en guðfræðihúmor á háu plani. Almenningur er bara svo illa kunnur þessari drottningu vísindanna að hann hefur þá sennilega ekki fengið skilið djókið í gegnum tíðina.
En ég held að margir guðfræðingar stigi regluleg niður úr hásæti drottningarinnar og reyni fyrir sér í "gríni götunnar".
Ég hef oft orðið vitni að því. Það heppnast nær undantekningalaust vel.

Mon Mar 12, 08:35:00 AM 2007  
Blogger jongunna said...

Sælir,
flott húmorsvörn fyrir guðfræðina... ég meina við erum alveg ágætlega fyndnir alla vega við riddararnir...Haltu þessu áfram Grétar þá verður til ný mýta í anda við Ágústusarmýtunnar

Mon Mar 12, 10:42:00 AM 2007  
Blogger oskararnorsson said...

En er það ekki góður húmor hjá Jesú þegar hann segir eitthvað á þessa leið: "Þú ert Pétur. Á þér mun ég reisa kirkju mína".

En Pétur þýðir auðvitað Steinn eða klettur og Jesús þar með uppvís að skemmtilegum orðaleikjum.

Tue Mar 13, 07:28:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

Ég get sagt þér Óskar að það hefur verið skrifuð heil bók um þessi mál af íslenskum presti. Hann skrifaði hana á ensku og ber hún heitið: "Humor and Irony in the New Testament" Þetta er líka bara sæmilega löng bók.

Tue Mar 13, 07:43:00 AM 2007  
Blogger oskararnorsson said...

Já, tékkum á henni, Þorgeir.

Tue Mar 13, 07:55:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

hehe

Tue Mar 13, 08:18:00 AM 2007  

Post a Comment

<< Home