Tuesday, March 27, 2007

Kalt mat

Ég var úti á landi. Ég gekk út eldsnemma um morgun ásamt manni. Við vorum ekki einir. Það var hávetur og ískalt. Enginn snjór, bara endalaust frost, klaki og gult fölnað gras.
Logn.
Sólin var ekki komin upp en það var samt bjart.
Kuldinn nísti inn að beini og maðurinn gekk á undan.
Gangan var erfið og á fastandi maga. Klakinn yfir holunum í jörðinni var svo þurr að hann brotnaði eins og spegill þegar stigið var á hann. Það var ekkert undir honum.
Ekkert orð var mælt.
Í dálítilli fjarlægð gengu hestar framhjá á gulu grasinu.
Maðurinn stoppar.
Augu mæna á hann.
Hann segir:
“Hesturinn er magnað tákn. Tenging við hið villta í manninum.”
Ég horfði á hestana. Ég reyndi að sjá táknið.
Var hann spámaður?
Eða sagði hann þetta kannski bara til að fylla upp í þögnina?
Það fæ ég aldrei vitað.
En mér leið allavegana eins og fávita.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú varst ekki eini sem fékk fávitatilfinninguna í þessari göngu.........ég er glöð að ég var ekki sú eina sem var ekki að fatta þessa hestastund :-). kkv. Sunna

Tue Mar 27, 09:23:00 AM 2007  
Blogger oskararnorsson said...

This comment has been removed by the author.

Wed Mar 28, 06:38:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

haha.Kannski fattaði einhver þetta. Kannskí á bara eftir að ljúka upp tákninu fyrir okkur. Ég hef samt lúmskan grun um annað.

Wed Mar 28, 03:29:00 PM 2007  

Post a Comment

<< Home