Sunday, March 25, 2007

Thin and Beautiful

Þessi frétt kemur mér virkilega á óvart. Maður hefur í gegnum tíðina alltaf getað stólað á nærveru sykurlausa kóladrykksins Tab.
Löngum hefur því verið haldið fram að Tab sé skammstöfun fyrir enskuna Thin And Beautiful. Tab-drykkja hefur enda verið eitt af leyniráðum þvengmjórra íslendinga allt síðan 1982, sem er mitt fæðingarár.

Hver á núna að vera í Tab-liðinu.
Munu þvengmjóir íslendingar fitna?
Hversu mikið?

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég undrast að Tab sé enn framleitt yfir höfuð!

Mon Mar 26, 03:42:00 AM 2007  
Blogger jongunna said...

Eina minning mín af Tab eru þau þegar ég sem ungur drengur var grunnlaus píndur af frænku minni til það drekka þennan óþvera undir þeim formerkjum að þetta væri alveg eins og kók. Það yrðu því makleg málagjöld ef þessi frænka mín yrði feitt í kjölfar fráhverfs Tab....

Mon Mar 26, 11:41:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

Ég tel að heimurinn sé örlítið fátækari eftir brotthvarf Tab-kóladrykksins.

Jón Ómar: Talar þú alltaf um frænku þína í hvorugkyni?
Er hún bara eitthvað feitt í þínum augum?

Mon Mar 26, 12:37:00 PM 2007  

Post a Comment

<< Home