Thursday, March 15, 2007

Je je je mr. grandmother

Ég hef undanfarið verið að vinna ritgerð í trúarbragðarétti. Í kjölfar hefur vaknað vangavelta, lítil mjök:

Mér sýnist kristin mannhelgishugsun ná miklu lengra og víðar heldur en mannréttindaskilningurinn sem hefur þróast á Vesturlöndum. Réttindahugtakið takmarkar eitthvað svo þá köllun sem við ættum að hafa gagnvart manneskjum.

Mannréttindi eru samt afsprengi kristinnar trúarhugsunar, tekin úr sínu upprunalega samhengi og þróuð í veraldlegum ríkjum Vestur-Evrópu í nútíma og síðnútíma. Þess vegna hafa þau annan brag þótt samhljómurinn sé sterkur.

3 Comments:

Blogger jongunna said...

þetta er flott færsla

Fri Mar 16, 06:23:00 AM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er rétt ábending. Samkvæmt hinni kristnu hugmyndafræði hlýtur það tvennt að fylgjast að, að vera meðvitaður um réttindi sín og um réttindi annarra. Yfir hið síðara nær réttindahugtakið, eins og það er yfirleitt notað, ekki.

Ég veit alveg að það er hægt að setja inn myndir í svona og hef séð það oft gert.

Fri Mar 16, 10:40:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

Takk fyrir Jón Ómar. Þetta skiptir mig máli. Ekki síst vegna þess að í dag heyrðist mér þú í alvöru segja að þér hefði ekki þótt hún góð. Það er mér því léttir að sjá að svo var ekki

Gott innlegg hjá þér Halli. Ég þarf að spá meira í svona myndum inn í færslum. Ég veit líka að þú myndir ekki hata að sjá nokkra íkonamyndir hérna inni. Annars bendi ég á að Jón er með forláta James Bond mynd með sinni færslu og væri því ekki úr vegi fyrir þig að skella inn einni íkonamynd. Eitthvað til að hugsa um.

ps. Fyrst hélt ég að HH stæði fyrir Hjalti Hugason. Það var ekki fyrr en ég las þetta með myndirnar sem ég fattaði að þetta var enginn annar en Latínutröllið og grískuboltinn Haraldur Hreins.

Fri Mar 16, 12:47:00 PM 2007  

Post a Comment

<< Home