Monday, March 26, 2007

Slavoj Žižek og Jürgen Moltmann

Heyrst hefur að Slavoj Žižek sé væntanlegur til landsins í lok vikunnar. Er hann víst ein aðalstjarnan í heimspekinni í dag. Ég hef nú einu sinni gerst svo góður og færa inn færslu um þann ágæta mann. Ég þekki bara til hans af afspurn.

Hinsvegar fékk ég nú ekki síður góðar fréttir nýlega. En það er að hinn heimsþekkti guðfræðingur Jürgen Moltmann er á leiðinni til landsins og verður með fyrilestra 1. og 2. Júní.

Allt að gerast?
Verður giggið hans Žižek í höllinni?
á að leigja brjálað hátalarakerfi?
Verður sápukúluvél?

spurningar.....

5 Comments:

Blogger jongunna said...

Höllin dugði ekki fyrir Moltmann, skipuleggjendur eiga von á svo mörgum að taka varð frá Skálholtsstað og hjáleigur... eins og Selfoss... ;ö

Mon Mar 26, 11:38:00 AM 2007  
Anonymous Anonymous said...

fyrirgefðu Grétar en hér kemur aulakoment dagsins........hver er Slavoj..eitthvað....á ég að þekkja hann eftir fimm ára guðfræðinám...eða var minnst á hann í kúrsinum sem að ég missti af, sem ég man ekki hvað hét?....kkv. Sunna :-)

Mon Mar 26, 12:03:00 PM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Fregnir herma að Žižek haldi fyrirlestur á Laugardalsvelli og samkvæmt kröfum meistarans mun verða notast við nákvæmlega sama pall og var notaður þegar Elton John kom, spilaði og söng.

Mon Mar 26, 12:23:00 PM 2007  
Blogger Grétar said...

Halli: Er hann svona mikill Elton John-fan? Það kæmi reyndar ekki á óvart enda hef ég fyrir því heimildir að hann sé einnig Arnalds Indriðason-fan og að hann hafi lesið fjórar bækur eftir hann.

Sunna: Nei, þessi náungi hefur aldrei dúkkað upp í guðfræðinni. En reyndar hefur hann skrifað bók þar sem hann fjallar um kristna trú. Sú bók kallast: The Fragile Absolute: Or, Why is the Christian Legacy Worth Fighting For?
Gaman að því.

Jón Ómar: Miðað við lýsingu þína þá gæti þetta orðið svona eins og reiv-partý á akri í Bretlandi á 9. áratugnum

Mon Mar 26, 12:34:00 PM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Ja hérna, og ég sem hélt að ég vissi svo mikið.....en þekking mín er augljóslega í molum....;-).
kkv. Sunna!!

Mon Mar 26, 03:02:00 PM 2007  

Post a Comment

<< Home