Saturday, March 31, 2007

tvær flottar

Í gær fékk ég mikla dýrgripi að gjöf.

Þetta eru annars vegar mikill doðrantur: The Hauerwas Reader, upp á 729 blaðsíður. Ég veit aðeins um einn mann sem hefur lesið svo langar bækur og það er maður að nafni Stefán Einar sem ku eitt sinn hafa lesið 777 blaðsíðna bók!
Geri aðrir betur.

Síðan var það mikill gimsteinn, ristkýringarverk um Matteus: "Matthew" úr ritskýringarröðinni Brazos Theological Commentary on the Bible. Höfundur enginn annar en Stanley Hauerwas.

Þessar gjafir á ég guðfræðigenginu að þakka.
Ég held að eftir þessa bókagjafir geti ég fullyrt að ég eigi stærsta Hauerwas bókasafn á Íslandi.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já blessaður og sæll Grétar. Ég þakka góða skemmtun í gærkvöldi. Ég fagna því að readerinn er ekki lengri en bókin Theology of the Old Testament eftir Brueggemann. Ég hefði ekki lagt í það að slá fyrra met mitt, enda var þar um þrekvirki að ræða.

Annars fagna ég þeirri staðreynd að þú hefur ákveðið að láta upplýsingar um blaðsíðufjölda fylgja með í skrifum þínum en harma um leið að þær upplýsingar skuli ekki fylgja skrifum þínum um commentarinn góða frá Brazos.

Sat Mar 31, 04:06:00 PM 2007  
Blogger Grétar said...

Já hvernig læt ég?!
Brazos kommentarinn er 272 blaðsíður.
Ég geri ráð fyrir að þú kallir svoleiðis bækur bæklinga eftir að hafa tekist á við Brueggemann.

En góð er hún. Ég þakka aftur fyrir mig.

Sun Apr 01, 12:21:00 PM 2007  
Anonymous Anonymous said...

þetta eru sannarlega spennandi bækur, ég segi bara njóttu vel og vonandi mundu njóta lestursins.
kv. Þráinn

ps. takk fyrir föstudagskvöldið, þetta var gríðar skemmtileg kvöldstund.

Mon Apr 02, 10:24:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

takk fyrir það Þráinn. Ég hef verið að mana mig upp í að vaska upp restina af leirtauinu áður en ég vind mér í lesturinn. Það kemst bara takmarkað fyrir af leirtaui í þvottagrindinni. Það hef ég sannreynt.

Mon Apr 02, 02:48:00 PM 2007  

Post a Comment

<< Home