Saturday, April 21, 2007

bestu núlifandi guðfræðingarnir

Ég tók saman lista yfir bestu núlifandi guðfræðinga á helstu fræðasviðum guðfræðinnar.

Besti guðfræðilegi siðfræðingurinn- Stanley Hauerwas
Besti Nýja-testamentisfræðingurinn- N.T Wright
Besti Gamla-testamentisfræðingurinn – Walter Brueggemann
Besti Kirkjusagnfræðingurinn – Alister E. McGrath
Besti Trúfræðingurinn- Jürgen Moltmann

Ok.ég veit að þetta er tæpt með Alister E. Mcgrath þar sem hans svið er historical theology, en mér finnst hann samt best eiga heima þarna. Mér fannst þó erfiðast að velja besta trúfræðinginn og er ekki alveg viss um hvort ég sé sáttur. Jürgen Moltmann varð niðurstaðan en ég veit samt ekki alveg með þetta. Er enginn trúfræðingur sem er flottastur svo af ber? Maður hefði nú líka getað valið einhvern sem væri meira "edge" í, eins og John Milbank.

Ég lýsi síðan eftir þeim besta í kennimannlegri guðfræði annars vegar og almennri trúarbragðafræði hinsvegar.

Endilega komdu með eitthvað. Bentu á góða guðfræðinga sem ættu betur heima á einhverju sviðinu. Fleiri tilnefningar!

20 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er nú svo, að oft er maður hrifnastur af þeim, sem maður er að lesa hverju sinni. Af því að þú spyrð um kennimannlega guðfræði og vantar hana á listann, stenst ég ekki freistinguna að nefna mikinn sérfræðing í litúrgískri guðfræði, Gordon Lathrop. Hann er á náttborðinu hjá mér núna.

Sat Apr 21, 06:06:00 PM 2007  
Blogger Grétar said...

já auðvitað! Var sjálfur einmitt að ljúka við að flytja fyrirlestur um alveg frábæra grein eftir Lathrop. Ég er sammála, hann er virkilega góður.

Sun Apr 22, 02:21:00 AM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Mig langar að benda á Elizabeth Johnson sem þá konu sem hefur haft hvað mest áhrif á feminíska guðfræði, einkum á sviði trúfræðinnar. Nýlega sá ég lista yfir 50 mikilvægustu guðfræðiritin frá stríðslokum. Eina bókin eftir konu sem þar var að finna var bók hennar SHE WHO IS. The Mystery of God in Feminist Theological Discourse. Algjör skyldulesning!

Sun Apr 22, 02:40:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

já, það er flottur flokkur, þ.e femínísk guðfræði. Ég tók einmitt eftir því líka að það var ekki nein kona á listanum. Er einhver sem tekur undir að Johnson sé flottust í kvennaguðfræðinni? Á hún keppinauta um titilinn?

Sun Apr 22, 07:33:00 AM 2007  
Anonymous Anonymous said...

jú....ég á nú nokkrar sem geta veitt henni samkeppni, en Johnson er að sjálfsögðu mjög flott í sinni trúfræði en ég sting hér upp á Elaine Pagels. Hún hefur rannsakað mikið Nag Hammadí safnið með tilliti til sögu kvenna. Hún myndi líklegast falla í flokk Nt-fræðinga, hún er að komast í stórt uppáhald hjá mér..:-). Svo er að sjálfsögðu Rosemary Radford Ruether, Elisabeth Schussler Fiorenza, Letty Russell og Mary Daly stór nöfn í kvennafræðum. Hér má einnig nefna konu sem hefur skrifað mikið í sálgæslu kvenna og mikið um ofbeldi gegn konum innan guðfræðinnar en það er hún Mary Fortune. ALveg magnaðar bækur sem hún hefur skrifað á siðfræði/sálgæslu sviði guðfræðinnar. Ég veit að þið vitið að ég get haldið endalaust áfram....þannig að hér læt ég staðar numið að sinni nema komi til fjöldaáskorana...;-). kv. Sunna Dóra

Sun Apr 22, 07:52:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

Það blikka alveg viðvaranabjöllur þegar maður sér hvað Elaine Paigels hefur skrifað mikið um gnóstík. En það er nú kannski fordómar hjá manni. Elisabeth Schussler Fiorenza man maður vel eftir og af góðu. Þú ættir nú ekki að stoppa. Ég hef leitað á netinu og hvergi séð topp tíu lista yfir kvenguðfræðinga. Þú ættir að setja slíkan saman og birta.

Sun Apr 22, 04:00:00 PM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Hér er ein í viðbót, hún Phyllis Trible. Hún hefur skrifað mikið á sviði Gt fræði. Bókin hennar "Texts of Terror" er vitnað mikið til í kvennaguðfræði. Held meira að segja að Brueggemann tali um hana í Gt fræðunum sínum.

Pagels er búin að sérhæfa síg í apókrýfum ritum ;-). Hún hefur rannsakað mikið eins og ég sagði Nag Hammadí safnið...mér finnst það mjög flott hjá henni. Það þarf nú ekkert að kvikna á neinum bjöllum....;-). Þetta er nú bara hluti af Nt-fræðum í dag. kv. Sunna! P.s. Hver veit nema maður taki saman svona lista...:)

Mon Apr 23, 01:43:00 AM 2007  
Anonymous Anonymous said...

það er mesta spurningin með trúfræðingin, Moltmann er góður en hann er ekki systematíker. McGrath gæti líka komið til greina í trúfræðinni, þyrfti samt að lesa bækur hans um sientific theology betur áður en ég fullyrði um það. Það er hins vegar áhugavert svið sem fáir eru að skrifa á.
Þráinn

Mon Apr 23, 02:45:00 AM 2007  
Anonymous Anonymous said...

En svo er önnur spurning í þessu sambandi, kannski af sama meiði og fræga spurningin: Hverjum þjónar þessi dýrslega fórnartúlkun?, nefnilega: Hverjum þjónar samantekt á þessum listum? Er ekki orðið "bestu" svolítið villandi um guðfræðinga? Kv. Þ

Mon Apr 23, 10:09:00 AM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Sammála Þorgeiri, "best of" á e.t.v. ekki við hér. Nær væri að nefna áhrifamikla guðfræðinga og guðfræðinga sem hafa mótað umræðuna í gegnum tíðina. Og svo þau sem móta hvert og eitt okkar persónulega, og hafa áhrif á það hvernig við þroskumst sem guðfræðingar/nemar og kristnar manneskjur.

Mon Apr 23, 11:02:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

Það er mikið til í þessu hjá ykkur! Hauerwas, einn þeirra á listanum var eitt sinn útnefndur Americas best theologian af Tímaritinu Time Magazine. Hauerwas svaraði því til með að segja: "Best" is not a theological category. Mér fannst það svolítið gott hjá honum.
Svo væri nú samt dálítið gaman að taka þetta út í öfgar og setja upp svona Sruvivor-þátt með guðfræðingum og svo væri alltaf einn kosinn út í hverjum þætti. Það væri þáttur í lagi.

Mon Apr 23, 01:10:00 PM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Ég tel Benedikt XVI veita Moltmann mjög harða samkeppni um öflugasta systematíkerinn og dr.et.dr. Pétur Pétursson er auðvitað bestur á sviði kennimannlegrar guðfræði og trúarbragaðafræðingurinn er vissulega Bjarni Randver Sigurvinsson. Menn þurfa ekki að velkjast í vafa um það.

Mon Apr 23, 01:33:00 PM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst alltaf mest hressandi þegar einhver er bestur/best....;-)og svo einhver lélegastur. Það er bara þannig að hinir hæfustu lifa af. Við verðum bara að horfast í augu við það, sorrí :Þ. Þannig að mér finnst hugmyndin hans Grétars um guðfræðinga-survivor algjör snilld.....hver verður "last man standing" í fræðunum...Hugsa sér sá/sú sem myndi vinna gæti jafnvel fengið frjálsar hendur með að móta kenningu kirkjunnar í verðlaun!!....Hvað ætli menn/konur sem sitja prestastefnu núna á Húsavík og karpa um kenningar segðu um það...;-). kv. sunna!!

Mon Apr 23, 02:41:00 PM 2007  
Anonymous Anonymous said...

TRÚFRÆÐI:
Robert Jenson, skrifaði bók sem margir ma Hauerwas telja bestu systamtíkina "Triune God"
Rowan Wilkinson, erkibiskup ensku biskupakirkjunnar.

Tue Apr 24, 09:10:00 AM 2007  
Blogger oskararnorsson said...

Sammala ther med Brueggeman. Sjaldan hefur verid til madur sem hefur thrastagast jafn akaft ut af agaeti einnar bokar. Sannkalladur elskandi Nyja Testamenntsins

Thu Apr 26, 04:23:00 PM 2007  
Blogger Grétar said...

Óskar. Þú ert að steikja. Það hlýtur að vera.

Fri Apr 27, 02:51:00 AM 2007  
Blogger oskararnorsson said...

Nei, er það ekki náunginn sem þú baðst mig um að kaupa bókina eftir um jólin, og hann var einfaldlega búinn að skrifa of margar bækur til þess að það væri hægt að hafa hann á skrá?

Fri Apr 27, 07:46:00 PM 2007  
Blogger Grétar said...

haha,Jú þetta er hárrétt hjá þér. Vafalaust hefur hann mikið gaman af Nýja testamentinu sínu. Það breytir ekki því að hann er Notorious Gamla testamentisfræðingur. Þess vegna hélt ég að þú værir að grilla í okkur með að tala um hann sem elskanda Nýja Testamentisins.

Sat Apr 28, 03:18:00 AM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Aei eg rugladist, madur...
Leidinlegt. Hvad segirdu annars?

Sat Apr 28, 01:06:00 PM 2007  
Blogger Grétar said...

Það hefði samt verið rosa fyndið hefðir þú verið að fíflast í okkur guðfræðinemunum með að kalla Brueggemann nýjatestamentisfræðing. Ég segi rosa gott. Er að læra og svona. Kíki stundum á netið í leiðinni.

Sat Apr 28, 02:02:00 PM 2007  

Post a Comment

<< Home