Sunday, April 15, 2007

7 mál á dagskrá

guðfræðinemi sem gengur undir dulnefninu HH hefur það viðhorf að maður geti ekki verið fullnuma guðfræðingur nema að kunna að minnsta kosti 7 tungumál. Hann segir að maður verði að kunna koine-grísku, klassíska hebresku, latínu, þýsku, ensku,auk einhvers annars evrópumáls að viðbættu manns eigin móðurmáli.

Mig vantar latínu og þyrfti alvarlega að skerpa á þýskunni og hebreskunni. Hvenær á maður svo að lesa þessa guðfræði?

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Umrætt viðhorf er alls ekki fjarri lagi. Fyrir mína parta verð ég að fara að lesa þýskuna, því ég er hræddur um að frá guðfræðilegu sjónarhorni komi franskan ekki í stað þýskunnar. En hver er annars þessi leyndardómsfulli HH?

Sun Apr 15, 03:38:00 PM 2007  
Blogger jongunna said...

GHG það er allt í lagi þó þú sért ekki fullnuma í þessum málum enda áttu HH að, annars getur maður tekið evangelískt viðhorf í þessu máli og haft orð Páls postula í 1. Kor 13.1 að leiðarljósi:

"Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla."

Mon Apr 16, 01:29:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

Þorgeir: HH er enginn annar en Latínutröllið og grískuboltinn Haraldur Hreinsson. Það er rétt að franskan kemur ekki í staðinn fyrir þýsku en hún telst heldur betur sem evrópumál nr.2 sem HH gerir jú afdráttarlausar kröfur um. Ekki skemmir að geta gluggað í Peter Abelard á frönsku.

Jón Ómar: Þetta er ótrúlega þörf ábending. Páll vissi hvað hann söng.

Mon Apr 16, 04:39:00 AM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Heill og sæll Grétar.
Þegar ég deildi þessari skoðun minni með þér vildi ég alls ekki valda þér áhyggjum. Ekki hafa áhyggjur því nægur tími er fyrir stafni. Um leið og þú ert búinn að setja þig inn í grundvallarmálfræði getur þú byrjað að rembast við að lesa guðfræði. Það getur verið skemmtilegt viðfangsefni, t.d. yfir eitt sumar eða svo.

Ég tek undir athugasemd Jóns Ómars. Kærleikurinn er mestur og það sem öllu máli skiptir. Hins vegar verða menn að vera meðvitaðir um að þeir lesa ekki guðfræði með kærleikanum.

Mon Apr 16, 11:42:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

hahaha. Þetta er fyndið.

Já, maður verður að taka smá guðfræði eihvern tímann. Fyrst þarf maður samt að bæta við sig smá koptísku. Annars getur maður ekkert tjáð sig um Tómasarguðspjall án þess að að vera alveg út úr kú.

Mon Apr 16, 12:56:00 PM 2007  
Anonymous Anonymous said...

ég þarf þá að bæta við mig þýskur, rifja upp frönskuna og læra latínu. Það er verðugt verkefni!
Þráinn

Tue Apr 17, 10:39:00 AM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Ég held þið eigið ekki séns fyrr en þið eruð líka orðnir altalandi á arameísku. Fyrr gef ég ekki mikið út á ykkur sem guðfræðinga.

Tue Apr 17, 12:10:00 PM 2007  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst fólk pínu vera að missa sig í gleðinni....ég læt mér nú bara nægja að lesa íslensku Biblíuþýðinguna frá 1912....latína..gríska..franska hvað...!!!! kveðja, sunna

Wed Apr 18, 10:32:00 AM 2007  
Blogger Grétar said...

Það var rétt Sunna! Áfram Viðeyjarbiblían!

Frakkar kunna heldur ekkert í guðfræði!

Rene Girard er ekki guðfræðingur.

Wed Apr 18, 12:46:00 PM 2007  

Post a Comment

<< Home