Sunday, November 19, 2006

Anglikanar og Lútheranar

Sufjan Stevens var eintaklega góður í gær. Þessi hressi Anglikani mætti ásamt þrusgóðri hljómsveit og upplifunin var mikil. Hann var líka temmilega fyndinn. Byrjaði að segja einhverja sögu sem magnaðist í lýsingum uns það varð augljóst að hún gæti ekki verið sönn vegna þess að sjóræningar voru farnir að mæta inn á sögusviðið með króka, leppa og læti.

Í morgun var síðan sérstök hátíðardagskrá tileinkuð Sigurbirni Einarssyni. biskup. Ég komst þangað við illa leik, eftir að hafa fest bílinn í snjónum. Það var mjög gott að hlýða á ólík erindi og taka svo þátt í messu með öllu fólkinu. Sigurbjörn predikaði og allir sálmar sem sungnir voru eru eftir hann.

sálmur 356 var m.a sunginn og held ég mikið upp á hann.
Fyrsta vers hans er svona:

Þú, Guð, sem veist og gefur allt
mitt geð er hvikult blint og valt
og hugur snauður, hjartað kalt,
Þó vil ég vera þinn.
Og þú ert ríkur, þitt er allt,
og þú ert faðir minn.

Seinasta erindið í lagi Sufjan, the Transfiguration er svona:

Lost in the cloud, a voice. Have no fear! We draw near!
Lost in the cloud, a sign. Son of man! Turn your ear.
Lost in the cloud, a voice. Lamb of God! We draw near!
Lost in the cloud, a sign. Son of man! Son of God!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home