Tuesday, November 21, 2006

Ég man…

....að árið 1994 var ég að labba með frænda mínum á Miklatúni í Reykjavík á björtu sumarkvöldi. Þá vorum við ungir. Ég sönglaði lagið I Feel It In My Fingers úr kvikmyndinni Four Weddings and a Funeral. Frændi minn spurði:
“Af hverju ertu að syngja svona lélegt lag?”
“Þetta er gott lag” sagði ég.
“Þetta er ekkert gott lag” sagði hann og bætti við:
“þetta er hinsvegar gott lag”
Síðan söng hann lagið Black Hole Sun með Soundgarden og viðhafði mikil tilþrif. Ég man að mér fannst eins og bjarta sumarkvöldið yrði örlítið myrkara við sönginn. Samt hafði ég fullan skilning á að honum þætti lagið gott.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home