Thursday, January 26, 2006

Um útibú á fastlandi og alnetinu

Já, þetta passar betur. Hér er gott bloggfæri.
Ég er búinn að vera of mikið inni fyrir minn smekk undandarið. Það er bara svo mikil snjóþyngsli búin að vera undanfarna daga og kalt. Þannig að ég meika lítið að vera að niðri í bæ eftir að tíma líkur. Í staðinn kem ég heim og set upp nýtt blogg, les, læri, sef, og það nýjasta: Mæti ferskur inn á Myspace! Egill og Árni og Salóme systir mín eru búin að vera á þessu og hvetja mann í sífellu til að mæta inn á þetta. Ég hafði mínar efasemdir til að byrja með. En núna er ég mættur á myspace, byrjaður að safna vinum og er meira að segja kominn í gengi sem fer ört stækkandi. Stærstur hluti myspace snýst einmitt um það að hafa upp á fólki sem maður þekkir mikið eða lítið, jafnvel ekkert. Síðan eru allir vinir. Kommenta hjá hvort öðru. Við sjáum hvort að kallinn endist í þessu. Þetta ætti samt ekki að þurfa að vera mikill tímaþjófur enda er maður ekki að skrifa neina texta eða neitt svoleiðis. Á myspace er íþyngjandi krafa um að vera kúl flippaður og hress. Ég vona að maður tapi sér ekki í. En sem sagt: Grétar H. Gunnarsson er með útibú á Íslandi, Svíþjóð, Myspace.com og Blogspot.com. Mestan tíma tekur útibúið í Svíþjóð þessa dagana. Ég hef líka aðeins verið að taka í gítarinn sem ég fékk í jólagjöf.
Árni sýndi mér ekki aðeins Myspace. Hann leyfði mér líka að heyra lag fyrir löngu síðan sem ágætt. Ég nenni reyndar sjaldan að hlusta á það. En textinn er beinskeyttur. Lagið heitir: Money, Success, Fame ,Glamour.

Greetings Citizens...
We are living...in the age,
In which the pursuit of all values
Other than
Money, success, fame, glamour
Has either been discredited or destroyed
Money, success, fame, glamour
For we are living in the age of the thing.

Tuesday, January 24, 2006

það er eins og þú sért að fljúga

það er bara eitthvað við póstúruna þína