Wednesday, December 05, 2007

Siðmennt snýst í hringi

Siðmennt hefur hingað til haft fremur hófstillta ásýnd í hugum margra á Íslandi.
Nýlega hinsvegar hefur Siðmennt tekið alveg furðulega snúninga. Siðmennt fór að ganga mjög langt. Á tímabili leit svo út að þeim væri að verða ágengt. Það átti að banna fermingarferðir barna á skólatíma og Vinaleið Þjóðkirkjunnar var í mikilli hættu. Kristilegt siðgæði átti síðan að nema burt úr lögum um grunnskóla.
Gott og vel. Það gekk vel hjá Siðmennt á tímabili og allt það.
Þá fóru að heyrast ennþá brjálæðislegri hugmyndir frá Siðmennt. Litlu jólin máttu ekki vera til í núverandi mynd og svo þurfti að skipta um þjóðsöng o.s.frv.
Þegar fólk brást hinsvegar ókvæða við þessari kúgun minnihlutahóps byrjaði Siðmennt að segja að það væri ekki satt að þetta væru "opinber stefnumál" samtakanna og eru komin á flótta undan því sem fulltrúar samtakanna hafa sagt og skrifað. Nú hefur Siðmennt síðan ákveðið að senda út opinbera kröfu um afsökunarbeiðni frá biskup fyrir að hafa kallað samtökin hatrömm í baráttu sinni.

Sömu samtök og hafa skrifað á sína heimasíðu: "Kirkjan hefur barist hatrammlega gegn vísindum, framförum og þekkingu allt fram til dagsins í dag."

Það var einmitt það.

Svavar Alfeð Jónsson rekur vel furðuleika þessa.