Friday, September 05, 2008

nokkrar

Fyrst dvaldi ég nokkra daga hjá Öglu og Óskari í New York. Hafi þau þökk fyrir alla sína gestrisni, þolinmæði og létta lund.
Hér má líta mynd af Óskari í íbúð sinni í New York.

Síðan hélt ég til þess staðar í Princeton þar sem drottning vísindanna er í hávegum höfð. Þar kom ég mér fyrir í litlu "dorm" herbergi sem mér var úthlutað. Hér má sjá mynd af dorminu mínu utanfrá:


Hringstiginn upp á mína hæð er spírallaga:


Herbergið er smátt eins og má sjá á þessari mynd sem ég smellti af því þegar ég var nýkominn inn:

Miller Chapel:


Þetta eru allt saman myndir teknar á síma. Vonandi koma fleiri seinna.