Saturday, March 31, 2007

tvær flottar

Í gær fékk ég mikla dýrgripi að gjöf.

Þetta eru annars vegar mikill doðrantur: The Hauerwas Reader, upp á 729 blaðsíður. Ég veit aðeins um einn mann sem hefur lesið svo langar bækur og það er maður að nafni Stefán Einar sem ku eitt sinn hafa lesið 777 blaðsíðna bók!
Geri aðrir betur.

Síðan var það mikill gimsteinn, ristkýringarverk um Matteus: "Matthew" úr ritskýringarröðinni Brazos Theological Commentary on the Bible. Höfundur enginn annar en Stanley Hauerwas.

Þessar gjafir á ég guðfræðigenginu að þakka.
Ég held að eftir þessa bókagjafir geti ég fullyrt að ég eigi stærsta Hauerwas bókasafn á Íslandi.

Wednesday, March 28, 2007

Öll sagan liggur undir

Einhvern veginn held ég að nemar í sagnfræði hljóti alltaf að vera undir þeirri byrði væntinga annarra að þeir viti allt sem hefur nokkurn tímann gerst.

Tuesday, March 27, 2007

Kalt mat

Ég var úti á landi. Ég gekk út eldsnemma um morgun ásamt manni. Við vorum ekki einir. Það var hávetur og ískalt. Enginn snjór, bara endalaust frost, klaki og gult fölnað gras.
Logn.
Sólin var ekki komin upp en það var samt bjart.
Kuldinn nísti inn að beini og maðurinn gekk á undan.
Gangan var erfið og á fastandi maga. Klakinn yfir holunum í jörðinni var svo þurr að hann brotnaði eins og spegill þegar stigið var á hann. Það var ekkert undir honum.
Ekkert orð var mælt.
Í dálítilli fjarlægð gengu hestar framhjá á gulu grasinu.
Maðurinn stoppar.
Augu mæna á hann.
Hann segir:
“Hesturinn er magnað tákn. Tenging við hið villta í manninum.”
Ég horfði á hestana. Ég reyndi að sjá táknið.
Var hann spámaður?
Eða sagði hann þetta kannski bara til að fylla upp í þögnina?
Það fæ ég aldrei vitað.
En mér leið allavegana eins og fávita.

Monday, March 26, 2007

Slavoj Žižek og Jürgen Moltmann

Heyrst hefur að Slavoj Žižek sé væntanlegur til landsins í lok vikunnar. Er hann víst ein aðalstjarnan í heimspekinni í dag. Ég hef nú einu sinni gerst svo góður og færa inn færslu um þann ágæta mann. Ég þekki bara til hans af afspurn.

Hinsvegar fékk ég nú ekki síður góðar fréttir nýlega. En það er að hinn heimsþekkti guðfræðingur Jürgen Moltmann er á leiðinni til landsins og verður með fyrilestra 1. og 2. Júní.

Allt að gerast?
Verður giggið hans Žižek í höllinni?
á að leigja brjálað hátalarakerfi?
Verður sápukúluvél?

spurningar.....

Sunday, March 25, 2007

Að stela frá kirkjunni

Guðfræðingurinn Stanley Hauerwas var spurður hvers vegna hann væri svo oft beðinn um álit eða fenginn til að skrifa um guðfræðileg efni, t.d í tímaritið Time. Hann svaraði spurningunni á fyrirlestri í Yale-háskóla:
"I think the answer is very simple:
I have got something to say!
I get asked because I have something to say. The fact that I have something to say has almost nothing to do with me. I only have something to say because of the stuff I steal from The Church. That is why I have somehing to say. I just take christian speech straight up and then try to use it in an unapologetic way."

Ó, að fleiri guðfræðingar gætu gert það sama og hætt þessum rembingi. Hversu gáfaðir þykjast þeir vera sem telja sig þess búna að finna upp nýjan kristindóm.

Thin and Beautiful

Þessi frétt kemur mér virkilega á óvart. Maður hefur í gegnum tíðina alltaf getað stólað á nærveru sykurlausa kóladrykksins Tab.
Löngum hefur því verið haldið fram að Tab sé skammstöfun fyrir enskuna Thin And Beautiful. Tab-drykkja hefur enda verið eitt af leyniráðum þvengmjórra íslendinga allt síðan 1982, sem er mitt fæðingarár.

Hver á núna að vera í Tab-liðinu.
Munu þvengmjóir íslendingar fitna?
Hversu mikið?

Saturday, March 24, 2007

cal.p.hour

hversu mörgum kaloríum brennir maður í ísbíltúr?

Þá meina ég á klukkutímann

Wednesday, March 21, 2007

Theopolitical Imagination

Allt er þegar 110 síður er

Svona í ljósi færslunnar hér á undan:
Á þessari önn er ég með heldur mikið af verkefnum og ritgerðum. Samtals eru þetta um 110 síður sem ég á að hafa lokið við lok annarinnar. Ég hef þegar lokið um 50 síðum. Stærstu bitarnir sem eru eftir eru einmitt tvær ritgerðir í nýja-testamentisfræðum. Ein 25 síðna og önnur 20 síðna. Allt í allt held ég að 7 einingar af Nýja testamentisfræðum ætli að þýða nálægt 70 blaðsíður af ritgerðum og verkefnum á önninni. Mér finnst þetta mikið. Til samanburðar má nefna að B.A ritgerð er 50 síður og metin til 5 eininga. Þar eru heldur engin lokapróf. Ég á afmæli næsta sunnudag.

Sunday, March 18, 2007

ZERO

Annars er dálítið gaman að leika sér með þetta form Coca cola Zero-auglýsinganna.

Af hverju ekki:

Kennari- með ZERO kröfur
Kúrs í Nýja-testamentisfræðum- með ZERO ritgerðum
Bók- með ZERO formála
Náungi- með ZERO guðfræðiþekkingu

firrtir menn gera auglýsingu

Eru höfundar þessarar herferðar eitthvað truflaðir?

Svo segja þeir að þeir séu að reyna að höfða til ungra karlmanna. Hvað finnst þeim þá eiginlega um unga karlmenn?

Þetta er eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi.

Friday, March 16, 2007

Rudolf Bultman

Ég fann ljóð sem ég bara varð að birta fyrir guðfræðiliðið. Það er enda ekki á hverjum degi sem maður finnur ljóð um guðfræðinga. Rudolf Bultmann var svo einstaklega atkvæðamikill í nýja-testamentisfræðum að það hálfa væri hellingur. Ég rakst á þetta ljóð um hann á guðfræði-bloggsíðunni Faith and Theology. Gjörsvovel, njóttu.......

Rudolf Bultmann
In the shadows of high shelves you sat in heavy silence,
reading old Greek books and smiling
grimly.
You seemed so still, an unmoved mover
in your airless German office,
but you were poised on that fixed point
between the weight of other people’s centuries and the burden
of the moment.

Then at last with happy seriousness, like a child
playing with matches,
you took those legends, myths, pious certainties,
and placed them neatly on the floor, arranged them
by strict principles.
With cries of protest deafening your ears,
with fists pounding the door, you calmly
set them alight
and watched them burn, hoping
that from those ashes would spring
that fragile phoenix (so ancient and so new)
of faith in him who hides himself, but
tears time, splits graves, and strips
existence to the bone
when he pulls back the veil.

B. Myers, March 2007

Thursday, March 15, 2007

Framtíðin er annað land II

Tíkallasímar eru sagðir fyrirbæri fortíðarinnar.

En ef við tökum öll höndum saman,

þá getum við gert þá að fyrirbæri framtíðarinnar........

Je je je mr. grandmother

Ég hef undanfarið verið að vinna ritgerð í trúarbragðarétti. Í kjölfar hefur vaknað vangavelta, lítil mjök:

Mér sýnist kristin mannhelgishugsun ná miklu lengra og víðar heldur en mannréttindaskilningurinn sem hefur þróast á Vesturlöndum. Réttindahugtakið takmarkar eitthvað svo þá köllun sem við ættum að hafa gagnvart manneskjum.

Mannréttindi eru samt afsprengi kristinnar trúarhugsunar, tekin úr sínu upprunalega samhengi og þróuð í veraldlegum ríkjum Vestur-Evrópu í nútíma og síðnútíma. Þess vegna hafa þau annan brag þótt samhljómurinn sé sterkur.

Tuesday, March 13, 2007

Séní

Ég hef fundið upp nýtt nafn!

Steinsigurgeir

Ekki á hverjum degi sem nýtt nafn er fundið upp.
Nóbelsverðlaun takk fyrir.

horfir til friðar

Á heimasíðu ungra vinstri grænna er að finna þessa mynd og eftirfarandi skoðanakönnun:

Kapítalistasvín er best:

-grillað á teini.
-geymt í stíu.
-soðið í potti.

Þetta er ekki ok.

Monday, March 12, 2007

Enn notalegri smáhugleiðing undir nóttina

Já, kannski erum við Súmerarnir,
Erum Karþagóhyskið. Babýlonpakkið
- já við, kannski erum við hinir
nýju Forn-Egyptar, fornu Ný-nasistar
nýja Þúsun-dára-ríkisins ...

Eins og þeir: sko, hvað við trúum
Að við berum af öllum sem á undan komu, trúum að við
- sko, VIÐ – munum vara að eilífu ...

Svo tekur sandurinn við,
Fyllir vit okkar og vitund,
Verpir okkur eilífri gleymsku
sem ekkert fær rofið,
ekkert fær rofið

nema Kristur.

Ísak Harðarson, Hjörturinn skiptir um Dvalarstað

Saturday, March 10, 2007

einn grínóttur

Lengi hef ég vanmetið eldri-kalla húmor. En ég er að vinna í þessu og er í óða önn að reyna ná tökum á þessu skemmtilega grínformi.

Maður getur ekki almennilega grínast án þess að þekkja þann þunga straum eldri-kalla húmors sem er svo stór hluti af öllu heimsins spaugi.

Wednesday, March 07, 2007

Menningarkúgun

Einu sinni þekkti ég mann sem var alltaf með eyrnalokka í geirvörtunum.
Það fór oft mikill tími í að sannfæra hann um að vera í bol.

Tuesday, March 06, 2007

slæmar eftirlíkingar

Mér mundi eftir eftirfarandi lagatexta í ljósi færslunnar hér á undan. Lagatextinn er frá Pulp úr lagi sem kallast Bad Cover version. Textinn er góður, þar sem taldar eru upp ýmsar slakar eftirlíkingar. Svo er myndbandið líka fyndið. Mæli með því. Nokkrar góðar eftirhermur þar. gjörsvovel.....

It's like a later "Tom & Jerry"
when the two of them could talk
Like the Stones since the Eighties,
like the last days of Southfork.
Like "Planet of the Apes" on TV,
the second side of "'Til the Band Comes in"
Like an own-brand box of cornflakes:
he's going to let you down my friend

Sunday, March 04, 2007

sláandi líkir!

Það er til maður sem er alveg nákvæmlega eins og Óskar vinur minn, bara feitari. Þessi maður hefur sést einu sinni á Alnetinu. Líkindin eru að mínu mati svo gífurleg að það nálgast ótrúlegt. Þú gætur dæmt sjálfur/sjálf:

--ókunnur Maður--

--Óskar vinur--

Annars er þetta myndband mannsins alveg frekar merkilegt.

Saturday, March 03, 2007

morgunstund....

Það er fátt betra en að vakna endurnærður að morgni og meðtaka náðina.

Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð,
hjarta mitt er stöðugt,
ég vil syngja og leika.
Vakna þú, sál mín,
vakna þú, harpa og gígja,
ég vil vekja morgunroðann.
Ég vil lofa þig meðal lýðanna,
Drottinn,
vegsama þig meðal þjóðanna
-Sálmarnir 57.8-10-

Að ég fengi náð til að vakna oftar þannig. Það væri bara yndislegt. Ég gleymi þessu hinsvegar ítrekað og fer seint að sofa.