Thursday, November 22, 2007

guðfræðingurinn Karl Barth

Hér getur að líta mynd af guðfræðingnum Karl Barth. Mikilvægasti guðfræðingur síðustu aldar að margra mati. Þótt hann sé hér sýndur með vindil þá valdi hann fremur pípuna. Myndin er eftir listamann að nafni Oliver Crisp.Það er reyndar til önnur útgáfa af þessari mynd þar sem talblöðru hefur verið bætt inn á. Gaman að því

Rómulus, Remus og Rauðhetta

Mér þykir þetta áhugaverð frétt.

Á hárgreiðslustofunni Rauðhetta og úlfurinn má finna flott málverk sem klæðir heilan vegg. Verkið sækir innblástur sinn í frásöguna af Rómulus og Remus. Það er ekki að ástæðulausu enda er myndefninu ætlað að ríma við nafn stofunnar með vísun í úlfinn í frásögunni. Rómúlus og Remus eru síðan báðir klæddir í rauða hettu og skikkju á myndinni.

Um þessa hvelfingu má lesa hér og um R&R hér

Sunday, November 11, 2007

Af-afhelgunin, trúin á uppleið?

Ég setti litla grein inn á Vefritið í gær.

Hana má finna hér

Thursday, November 08, 2007

3 samhangandi kvót

"Liberal Political arrangements coupled with capitalist systems conspire to produce a timeless people whose memories are at best formed by nostalgic sentimentalities. Thus my oft-made claim that "modernity" names the time that produces people who believe they should have no story except the story they chose when they had no story"
Hauerwas- Performing the Faith

"A people afflicted with amnesia are an unstable people, subservient to the idols of the status quo, vulnerable to the self-serving, mendacious word. Conquerors always try to erase or block the memory of those necks they have bent"
Gutierrez - Las Casas

"If the Church is in fact a community determined by a counterstory of the story that we story ourselves , I have suggested the church cannot help but appear as a counterpolitics to the politics of the world"
Hauerwas – performing the faith

Steal your love

Ég er ekki lítið spenntur fyrir þeirri plötu sem bandið Motion boys sendir vonandi frá sér í náinni framtíð. Mæli með því að flestir líti við á myspace síðu þeirra og hlusti þar á lögin þrjú í spilaranum: Steal your love,Hold me closer to your heart og Waiting to happen.

Monday, November 05, 2007

Stefán og vantrú

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með umræðum á milli Stefáns Einars og vantrúarnáunganna undanfarið(grein 1, 2, 3, 4).

Ég þekki Stefán ágætlega úr guðfræðideildinni og veit að þar fer maður fylginn sér sem enginn fer gegn að gamni sínu.

Það gerðu vantrúanáungarnir hinsvegar nýlega. Mér sýnist þeir vakta flestöll blogg sem fjalla um trúmál og fara um eins og engisprettufaraldur á kommentakerfum þeirra. Ég hefði svo sem getað ráðlagt þeim gegn því að vera að vesenast svona í Stefáni.

Fyrir utan það þá skil ég ekki af hverju Stefán má ekki líka blogga um siðbótardaginn án þess að menn sjái sig knúna til að útlista sig um þá staðreynd að Marteinn Lúther hafi gert virkilega ljóta hluti.

Ég sé sjálfan mig ekki fyrir mér að leita uppi allar færslur um Aristóteles til þess að kommenta um hvað hann hafði neikvæð viðhorf gagnvart konum.

En hver veit? Batnandi manni best að lifa. Kannski að maður fari bara og taki bloggrúnt...

Saturday, November 03, 2007

gjafmildur vítisengill gaf íslendingum konu

Mjög athyglisvert: Sjá hér...

Talið er að konan ætli að ganga berserksgang í kvöld klukkan 22:15 á Laugaveginum.
Þeir sem vilja slást í hópinn geta hitt hana þar.

Hún verður í leðurjakka.

Friday, November 02, 2007

Illa svikinn aðdáandi fær ekki að hitta átrúnaðargoð

Það sem sumir þurfa að ganga í gegnum.

Old-Greg

Af því að ég er svona hress þessa dagana og er að sýna varning og myndbönd, öllum til gleði, þá hef ég ákveðið að skella inn smá svona myndbroti sem er afskaplega gefandi. Ég þakka Árna Vilhjálmssyni fyrir ábendinguna. Ég gæti nú best trúað að persónan Old-Greg sé byggð á honum sjálfum enda hefur Árni lengi verið þekktur fyrir að vera mikill mannvinur.

sjá hér...

Thursday, November 01, 2007

Lúther- smá nart fyrir þá allra hungruðustu

Í ljósi viðbragða við síðustu færslu sýnist mér sem margir gætu haft áhuga á kvikmyndinni um Martein Lúther sem þar var kynnt. Líklegt er að siðbótardagurinn sem var í gær hafi kynnt í fólki og valdið áhuga. Fyrir þá sem eru þegar búnir að panta eintak þá er ekki úr vegi að kíkja á stórglæsilegan trailer úr kvikmyndinni Luther- Rebel, Genius, Liberator?

Sjá hér:
"My conscience is captive to the word of God"