Saturday, September 30, 2006

í anda forfeðra og mæðra

Kókómjólkurkötturinn Klói er fyndinn brandaraköttur

Eða eins og forfeður okkar hefðu sagt það:
“Kókómjólkrköttrinn Klói er fyndinn brandraköttr”

Vel tengdur og með góð sambönd

Ég bendi á tenglalistann hér til hliðar þar sem ég hef haganlega komið fyrir tenglum. Þessa tengla má skoða við og við. En ekki klikka á þá.

gott og blandað

Ég hef ákveðið að breyta um bloggstíl. Hingað til hef ég haft þann hátt á að blogga langar færslur í hálfgerður pistlaformi. Það tel ég líka vera afburðargott bloggform. Ég hinsvegar fíla blandað hagkerfi, blandaða ávexti, blandaðar kirkjur og margt fleira sem er blandað. Ég hugsa því að ég vilji fleira sem er svona blandað. Stundum stuttar færslur, stundum langar. Allt eftir því hvernig maður er gíraður.