Wednesday, January 31, 2007

guðfræðigrín

Hér kemur einn gamall og góður úr brandarasmiðju guðfræðinga:

Hvað hét hundurinn hans Lúthers?

Svar: Melanchthon

Tuesday, January 30, 2007

hvernig leikur maður blýant?

Ég starfa m.a í Fella og Hólakirkju í strákastarfi, með strákum sem eru í 3. og 4. bekk. Þetta eru hressir náungar og fyndnir mjög, eins og krakkar eiga til að vera.
Ég hef farið með þeim í actionary og það er skemmtileg þegar þeir eiga að leika einhvern hlut. “Kyrrstaða” virðist vera eini eiginleiki hlutanna sem þeir fatta að tjá. Ef þeir fá t.d orðið "blýantur" þá standa þeir bara þráðbeinir og hreyfingarlausir á meðan hinir reyna að giska á fullu.

Monday, January 29, 2007

Tvífarar

Sunday, January 28, 2007

Alternative Weather forecast

Faxaflói-faxaflóamið,
fimm stiga hiti þið fáið engan frið
fyrir 990 mm lægð
sem nálgast landið með hægð.
Um landið á Vesturkaflanum er næstum aldrei spurt,
því íbúarnir eru svo gott sem allir fluttir burt.
Svo veðrið fyrir vestan það skiptir ekki máli.
Lok lok og læs og allt í stáli.

Þetta var í einhverju áramótaskaupi. 1992 eða eitthvað svoleiðis.

Saturday, January 27, 2007

Grískurapp

Ég vil fá að sjá þennan texta notaðan í eitthvert gífurlega hart rapplag:

Lömbin grísku ég má elta
alfa, beta, gamma, delta;
epsílon, zeta, eta, þeta,
á eftir í þeirra slóðir feta;
jóta, kappa, lambda lalla
leiðina upp á sama hjalla;
my og ny þá silast með xí
síðan trítla ómíkron, pí;
hró og sigma og tá þá tifa
teygir rófuna ypsílon;
fí, kí, psí vilja líka lifa
lengi er á einu von;
sum gild og feit, önnur mjó og mögur
með ómega eru þau tuttugu og fjögur.

Friday, January 26, 2007

Góðar fréttir

Gröfin er tóm

Jesús lifir

,,Meistarinn er hér og vill finna þig.``
Jh 11:28

Thursday, January 25, 2007

Fyrst kemur guðfræði, síðan kemur....

"I have no use for cranks who despise music, because it is a gift of God. Music drives away the Devil and makes people gay; they forget thereby all wrath, unchastity, arrogance, and the like. Next after theology, I give to music the highest place and the greatest honor."
-Marteinn Lúther-

Þessi færsla er í boði Gunnars Eyjólfssonar, góðvinar míns í Odense

Wednesday, January 24, 2007

Sannleikurinn um íhaldssamt kristið fólk

Monday, January 22, 2007

guys and dolls

Ég vil hrósa Röskvu fyrir að það skuli vera tveir guðfræðinemar á lista hennar til Stúdentaráðs.

Á sama tíma vil ég hallmæla hinum fylkingunum fyrir að skilja ekki hversu yndislegir nemendur við getum verið og láta eins og við séum ekki með þeim í þessum háskóla. Guðfræðinemar hafa engann fulltrúa á þeirra listum!

Það er svo gæjalegt/pæjulegt að vera í guðfræði. Skrýtið að það skuli ekki vera talað oftar um það.

Mín vegna má líka alveg fara þá leið að gera bara raunveruleikaþátt um málefnið. Slíkir þættir verða oft frekar vinsælir.

Saturday, January 20, 2007

grimmur maður?

Eskatólógía

Það muna kannski fáir eftir laginu "Will You Be There?" eftir Michael Jackson sem var soundtrack klassísku kvikmyndarinnar Free Willy. Í henni lék hvalurinn Keikó og þótti sýna gífurlega mikl persónusköpun enda var hann á tímabili orðaður við Óskarinn. Kannski er ég samt að bulla.

Ég mundi hins vegar eftir þessu lagi og kíkti á það nýlega. Þrátt fyrir að þessi umgjörð sé ekki töff þá lýkur laginu á því sem ég tel vera góða bæn á enskri tungu. Er það rangt hjá mér að sjá í lokalínunni einhverskonar eskatólógískar vonir?

In Our Darkest Hour
In My Deepest Despair
Will You Still Care?
Will You Be There?
In My Trials
And My Tripulations
Through Our Doubts
And Frustrations
In My Violence
In My Turbulence
Through My Fear
And My Confessions
In My Anguish And My Pain
Through My Joy And My Sorrow
In The Promise Of Another Tomorrow

Friday, January 19, 2007

adversus haereses

Eftir því sem ég best veit þá er Samhjálp ekki trúarofstækisfélag.
Gagnrýnendur Samhjálpar undanfarið hafa hinsvegar hljómað fanatískir og dómharðir, ef ekki fordómafullir. Kannski líka pínu öfundsjúkir.

Thursday, January 18, 2007

dogs are everywhere

Hundar kunna eiginlega enga mannasiði.

"sometimes I have to wonder
about the dog in me"
Jarvis Cocker

Monday, January 15, 2007

alternative Wikipedia entry

Elephant(mammal)

He was born in the southern Hungarian city of Pécs. He graduated as a lawyer at the University of Pécs in 1965. He worked as a professor at universities and law institutes in Budapest and at Julius Andrássy German Language University from 2002. He also worked in Jena, Germany for 3 years.
His political career began as legal advisor for civil and environmental organisations in the late 1980s.

Sunday, January 14, 2007

biorythm

Þegar ég fæddist var ég algjört krútt.
Ég hef reynt að halda því við en það gengur svona upp og niður

14.janúar 2007

Ég á örstutta grein á Vefritinu í dag. Hún er um glænýjan og stórgóðan samning sem Háskólinn minn var að fá.

Í greininni kemur m.a fram að ég heiti Grétar Halldór Gunnarsson.

Kannski er það hálfgert aha-móment fyrir einhvern? Maður veit ekki. Fólk er svo misjafnt.

Friday, January 12, 2007

Aha!

Það er fátt skemmtilegra en eitt gott aha-móment

Wednesday, January 10, 2007

mér er tjáð

Laganemar við Háskóla Íslands gefa út fræðiritið Úlfljót. Er það háalvarlegt og hálært rit um lögfræði sem er vel lesið í stétt lögfræðinga.
Laganemar við Háskólann á Akureyri ákváðu að þeir þyrftu að gefa út eitthvað í svipuðum stíl. Ég hef ekki séð neitt nema ritstjórapistilinn og er hann skemmtilega spaugilegur aflestrar. Fyrsta setning hans er stórkostuleg

"Fæðingar, mér er tjáð, að fátt sé erfiðara en að standa í viðlíka leikfimi."

Svona stendur þetta skrifað. Ég verð að viðurkenna að ég hef mjög gaman að þessu upphafi. Ég gæti vel hugsað mér að temja mér svona málsnið. Í stutt tímabil sem smá grín.

Kaffi, mér er tjáð.........

Tuesday, January 09, 2007

mæli með...

Little Miss Sunshine er virkilega góð mynd að mínu mati

Sunday, January 07, 2007

Cash

Fyrir ekki löngu síðan sá ég myndbandið við lag Johnny Cash, "God's Gonna Cut You Down" sem hann tók upp skömmu fyrir andlát sitt.

Myndbandið er í svarthvítu og hefjast á orðum á þá leið að Cash hafi klæðst svörtu vegna þess að hann hafi tekið stöðu með hinum fátæku og kúguðu. Síðan tekur lagið við. Í myndbandinu birtast margir þekktir einstaklingar sem virðast hafa samþykkt að leika í þessu mndbandi

Tommy Lee, Iggy Pop, Kanye West,Q-Tip, Chris Rock, Justin Timberlake, Kate Moss, Sheryl Crow, Dennis Hopper, Woody Harrelson, the Dixie Chicks, Sharon Stone, Bono, Lisa Marie Presley, Kid Rock, Jay-Z, Keith Richards, Johnny Depp,Owen Wilson og fleira fólk.

Textinn er á einn veg viðvörun til þeirra sem arka á röngum brautum um að fyrr eða síðar þurfi þeir að mæta réttlæti Guðs. Ég er bara svo forvitinn hvernig þetta myndband er hugsað. Margir þarna gætu talist til að vera: the tongue liar, the midnight rider ,the rambler, the gambler, the back biter sem talað er um í laginu. Síðan er þetta líka pínu á skjön við orðin í upphafi um samstöðu Cash með fátækum og kúguðum, þ.e að hafa fullt af frægu og riku fólki. Er verið að deila á þetta fólk með þessu lagi? Það meikar heldur ekki sens. Er þetta fólk að minna sig og aðra á stöðu sína sem syndarar eins og allir eru? Það myndi ganga upp í ljósi orðanna sem Bono er látin rista upp á vegg í myndbandinu: "Sinners make the best saints". Er þetta kannski bara fólk sem var tilbúið til að vera með sem tribute til Johnny Cash í þessu lagi? Af hverju þá þetta fólk? Er kannski engin pæling á bak við þetta nema að vekja athygli á myndbandinu? Spurningar, spurningar. Ekki stóru spurningarnar. En spurningar samt.

You can run on for a long time
Run on for a long time
Run on for a long time
Sooner or later God'll cut you down
Sooner or later God'll cut you down

Thursday, January 04, 2007

skin-ka

Versti parturinn af skinkuhornum er líklega skinkan.

pínu skrýtið.