Thursday, August 28, 2008

Eg er staddur i New York nuna i nokkra daga adur en eg byrja i skolanum. Kom i gaer og gisti nu hja Oskari og Oglu.

Thad er skrytid ad hugsa til thess ad Sigurbjorn Einarsson se nu buinn ad kvedja. Hann hefur verid mikill ahrifavaldur a mig og fjoldamarga adra. Hann kemur til med ad standa sem ein af staerstu personum i islenskri kirkjusogu og ahrif hans verda metin vidfem. Nu verdum vid ad vona ad vid getum haldid afram ad vera kirkja thess orlata, klassiska kristindom sem Sigurbjorn predikadi og lifdi.

Tuesday, August 19, 2008

Jæja,
Nú er víst komið að lokum þessarar dvalar minnar hér í Japan. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hér í þennan tíma. Nú fer ég fyrst vestur til Íslands í stutt stopp áður en ég held til frekari landvinninga, enn vestar - í Ameríku.

Tíminn hérna hefur verið ómetanlegur. Helst þó fyrir það að hafa fengið að vera hérna með henni Völu minni sem gefur og gefur og gefur.


Hún mun áfram vera hér í Tokyo og vinna fyrir íslenska sendiráðið en um jólin mun hún koma til Ameríku- ef allt gengur rétt eftir.

Það verður erfitt að kveðja Völu í þennan tíma en sem betur fer erum við bæði að fara að gera spennandi hluti, þótt þeir krefjist þess að við séum í sitthvorri álfunni.

Yfir og út.

Sunday, August 17, 2008


Wednesday, August 13, 2008

Tuesday, August 12, 2008

líkar vel

Þegar manni stendur til boða að ganga í feisbúkk-hóp sem heitir: "I am religious but not spiritual" - þá verður maður bara að skrá sig, þó ekki sé nema í stuttan tíma. Slagorð hópsins er svo mjög skemmtilegt: "The most important thing in life is to have an institutional relationship with God". Með þessu fylgja ýmsar myndir, svo sem þessi hér:



Þetta er hressandi í nútíma sem heldur að það sé eitthvað rétt við það að segja "I am spiritual but not very religious" - líkt og vill stundum vera meðal ungs fólks á vesturlöndum. Þrátt fyrir að ég sé jafnan lítið hrifinn af nútímamerkingu orðsins "religious" þá finnst mér þetta vera skemmtilegur tónn sem hér er sleginn.

Monday, August 11, 2008

besti stíllinn...

Sunday, August 10, 2008

því við erum allra bestu vinir

allt sem er bleikt, bleikt...