Wednesday, October 31, 2007

Siðbótardagurinn

Í dag var siðbótardagurinn. Hann er ár hvert þann 31.október.
Í dag er þess minnst að 490 ár eru frá því að 95 greinar Marteins Lúthers voru negldar á kirkjudyrnar í Wittenberg.

Í ljósi þess má vera að margir séu að íhuga að versla sér góðan varning tengdan Lúther. Það er ekki ólíklegt að fólk vilji á einhvern hátt merkja sig siðbótarfrömuðinum. Ég vil hjálpa þessum leitandi sálum og vísa þeim á afbragðsvarning sem getur verið gott að eignast fyrir 500 ára afmæli upphafs siðbótarinnar eftir 10 ár.

Lúther-bjórkrúsin þykir góð. Hún er prýdd hluta af þekktum orðum Lúthers: "Syndga djarflega. En vertu djarfari í trausti þínu á Krist". Á ensku er fyrri hlutinn oft útlagður sem: "Sin boldly". Vel viðeigandi á bjórkrús.

Svo má líka versla flotta Lúther sokka. Þeir eru merktir þeim orðum sagt er að Lúther hafi mælt í lok ræðu sinnar þar sem hann neitaði að draga öll sín fyrri orð til baka. Lokaorð Lúthers í svari hans eiga að hafa verið: "Hier stehe ich; ich kann nicht anders. Gott helfe mir! Amen". Á ensku hafa þeir útlagt þennan fyrrihluta sem "Here I stand" og smellt á þessa fínu sokka

Að lokum er síðan gott að rifja upp ævihlaup Lúthers og horfa á Hollywood blockbusterinn: LUTHER-rebel, genius, liberator? Okkar maður er leikinn af engum öðrum en Joseph Fiennes.

vel bloggað

Davíð Þór Jónsson er með fína umfjöllun um nýju biblíuþýðinguna. Laggott svar í þessum anda hefði mátt koma fyrr fram, frá þeim sem héldu utan um verkið.

Thursday, October 25, 2007

svona lala

Jæja Grétar, Hvernig gengur í skólanum?

Gæti gengið betur. Ég var látin sitja eftir þrisvar sinnum í síðustu viku. Svo var ég einu sinni sendur til skólastjórans

Það fáránlegasta við þetta allt saman er að það var ekki einu sinni ég sem byrjaði.

Wednesday, October 24, 2007

Menntakerfið

Minn helsti Akkilesarhæll í útihlaupunum er án efa hægri hællinn. Ég fæ alltaf hælsæri í hann. Eiginlega ekkert í hinn.

Ég skil ekki af hverju og velti því hér upp að kenna menntakerfinu um.

Af hverju þarf annars allataf að vera að setja menntun upp í einhver kerfi?

Á ekki bara hver og einn að velja fyrir sig hvað hann vill læra?
Er það ekki bara persónulegt val hvers og eins hvað fólki finnst skipta máli í menntun?

spurningar spurningar......
Menntakerfið hefur ekkert búið mig undir að takast á við þessar spurningar.

Tuesday, October 23, 2007

biblíuspenningur

Það fer um mig spenningsfiðringur þessa dagana þegar ég tek nýju biblíuþýðinguna mér í hönd til að lesa. Þetta er mjög skemmtilegt.
Svo keypti ég líka svo flotta týpu. Vínrauð er hún með fallegum táknmyndum.