Wednesday, February 28, 2007

breakfast of champions

Trópí og Gajol.

Ef maginn þinn þolir það í morgunsárið, þá þolir hann allt.

Monday, February 26, 2007

tímaskekkjur í strætóskýli

Hver man ekki eftir laginu Informer með Snow?
Ég heyrði nýlega tvo unga drengi spjalla saman í strætóskýli.

Drengur A: Ég verð síðan að leyfa þér að heyra lagið Informer
Drengur B: Hvað er það?
Drengur A: Æ, það er lagið sem ég var að segja þér frá, með Snow. Reggílagið sem ég var að tala um.
Drengur B: Ég fíla ekki Reggí
Drengur A: Æ, þetta er ekki reggi... Þetta er bara alveg geðveikt lag. Þú verður að heyra það.

Þetta fannst mér tímaskekkja.

ómenni

Það gjörist hér með kunngjört að Sigurður Valdimar Steinþórsson er í andstyggilegum bol.

Hann ætti að eyða þessum bol og iðrast í sand og ösku.

Sunday, February 25, 2007

vin í eyðimörk

Dvaldi uppi í Skálholti um helgina. Eftir margar gönguferðir í nístíngskulda í fölgulri og hrímaðri náttúru þá staðfestist það sem ég hef svo oft hugsað:
Ég skil ekki hvernig fólk fór að á þessu landi fyrir tíð upphitaðra húsa og farartækja.

Það er eitthvað svo mannfjandsamlegt veðrið að upphituð húsin verða eins og vin í eyðimörk.

Wednesday, February 21, 2007

passaðu þig!

Ég er ennþá í því að hengja öskupoka í fólk.

.....í dúnúlpur

welcome to my rabbit website

Tenglalistinn minn inniheldur nokkrar perlur. Meðal annars eina sem ég tel mikilvægt að fari ekki fram hjá neinum. Það er þessi hér: Hjalti Kristinsson

Tuesday, February 20, 2007

til dægradvalar

Fólk hefur mikið verið að spjalla við mig um prófið góða sem ég birti á síðunni fyrir nokkkrum dögum. Skemmtilegt finnst mér alltaf að heyra hvernig fólk skoraði. Ég hugsaði því með mér að kannski gæti fólk haft gaman að því sjá mínar niðurstöður.
Enda er þetta allt til gamans gert en ekki til að vera einhver stóri-dómur um hvar fólk stendur í öllum málum guðfræðinnar.
Ég hefði reyndar viljað hafa valmöguleika á borð við Postliberal og Radical orthodoxy þarna inni. En miðað við valkostina sem fyrir lágu þá er þetta allt nokkurn veginn samkvæmt væntingum. Ég er víst Neo-orthodox og vel það.
.

Neo orthodox

96%

Evangelical Holiness/Wesleyan

79%

Emergent/Postmodern

68%

Charismatic/Pentecostal

57%

Roman Catholic

57%

Reformed Evangelical

39%

Classical Liberal

36%

Fundamentalist

36%

Modern Liberal

29%

What's your theological worldview?
created with QuizFarm.com

Monday, February 19, 2007

Súlur himinsins, gangandi kirkjur

"... því að mátturinn fullkomnast í veikleika."
-2. Kor. 12.9

Undarlegir eru þeir, þessir
sem Guð hefur valið til að vera súlur himins á jörðu.
Máttvana og mislukkaðir,
flöktandi og órakaðir
staulast þeir um götur borganna;
samt eru þeir gangandi kirkjur!
Og lýðurinn fyrirlítur þá.

Að sjá úrhrökin,
að heyra í hræsnurunum!

Vefst oftast tunga um tönn
þegar þeir ætla að vitna um Undursannleikann
um veruleik og lifandi nálægð Guðs

rembast í eigin veika mætti
við að segja frá Sannleikanum
sem hefur svo oft heimsótt þá

þumbast í eigin þrjósku
við að segja frá Kærleikanum
yfirflæðandi sem elskar alla.

Samt eru það þeir
- hinir skrítnustu og minnstu meðal manna -
sem Guð hefur valið
til að bera ást sína og sannleik út um heiminn.

Og stundum,
stundum gerist kraftaverkið:
sjálfum er þeim vikið til hliðar
af ofurkrafti himnanna
og úr munni þeirra og augum
flæða orð og geislar Heilags Anda
sem ber heiminn uppi
og vitnar svo ómótmælanlega um himininn
að engin mótstaða fær staðist
eitt einasta blik,
eitt einasta orð

Ísak Harðarson- Hjörturinn skiptir um dvalarstað

mannanna börn

Sannlega, mennirnir eru gras. Grasið visnar, blómin fölna, en orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega.
Jesaja 40.7b-8

I am a flower quickly fading
Here today and gone tomorrow
A wave tossed in the ocean
Vapor in the wind
Still You hear me when I'm calling
Lord, You catch me when I'm falling
And You've told me who I am
I am Yours
Casting Crowns

Sunday, February 18, 2007

klassískt...

Ég hef samt ekkert á móti læknum. Margir af mínum bestu vinum eru læknar...

Friday, February 16, 2007

Gáta

Spurning: Hvað kallar maður lækni sem útskrifaðist neðstur í sínum bekk?

Svar: Lækni!

Thursday, February 15, 2007

frjálslyndi/íhaldssemi

Vegna kirkjuskilnings guðfræðingsins Stanley Hauerwas hefur hann verið sakaður um að vilja draga kirkjuna út úr heiminum og gera hana þannig að áhrifalausum sértrúarsöfnuði. Slíkt er þó fjarri Hauerwas. Sjálfur segir hann: „Kirkjan stendur ekki utan heimsins. Það er enginn staður fyrir kirkjuna annars staðar en í heiminum. Kirkjan á ekki að velta því fyrir sér hvort hún eigi að vera í heimunum. Það sem skiptir máli er með hvaða hætti kirkjan er í heiminum og hvers vegna." Hauerwas minnir okkur á að á tímum nasismans í Þýskalandi þá var kirkjan að stórum hluta reiðubúin að „þjóna heiminum“. Hún vissi hins vegar augljóslega ekki hvað í því fólst fyrst hún andmælti ekki því sem þar átti sér stað. Hann minnir okkur ennfremur á að það voru þó einhverjir sem, þótt þeir vissu ekki alltaf hvað þeim bæri að gera, gátu vitnað um sannleikann og neituðu að taka þátt í uppgöngu nasismans. Þetta var Játningakirkjan (hópur kristinna manna sem vildi ekki viðurkenna lífsviðhorf nasistaflokksins) sem gaf út Barmen-yfirlýsinguna árið 1934, þar sem stendur m.a:

...Jesús Kristur eins og honum er vitni borið í Heilagri ritningu er hið eina orð Guðs, sem oss ber að hlusta á, treysta og hlýða í lífi og í dauða. Vér afneitum þeirri röngu kenningu að kirkjan geti og verði að viðurkenna aðra uppsprettu boðunar sinnar fyrir utan þetta eina orð Guðs eða viðurkenna aðra atburði, völd, persónur og sannindi sem opinberun Guðs.
...Vér afneitum þeirri kenningu að til séu svæði lífs vors þar sem vér eigum ekki að þjóna Jesú Kristi heldur öðrum drottnum, svæði þar sem vér þurfum ekki á réttlætingu og helgun fyrir hann að halda.


Hauerwas spyr hvort Játningakirkjan hafi verið íhaldssöm, frjálslynd, eða tengd nokkurri annarri stefnu en einmitt þeirri að vera trú Jesú Kristi.

Wednesday, February 14, 2007

Neo-orthodox

Hér er próf fyrir guðfræðinema, guðfræðinga, presta og aðra gæja og pæjur.
Kannski að aðrir gætu haft áhuga á þessu, ég er ekki viss.
Allavegana: What's your theological worldview?

Monday, February 12, 2007

Framtíðin er annað land

Væri ekki magnað ef maður gæti fengið útprentun á öllu því sem maður hefur sagt yfir daginn? Alveg svona nákvæma útprentun.
Ég gæti ímyndað mér að það væri hin mesta skemmtun að lesa.

Kannski að það verði hægt í framtíðinni.

Friday, February 09, 2007

Til hamingju Röskva

2002 - Röskva tapar- missir meirihluta
2003 - Röskva tapar ennþá meir- aðeins 3 menn í Stúdentaráði
2004 - Röskva tapar- atkvæðamunurinn minnkar um 300 atkvæði
2005 - Röskva fellir meirihlutann - jafnt í Stúdentaráði
2006 - Röskva ver fyrri árangur- jafnt í Stúdentaráði
2007 - Röskva sigrar Stúdentaráðskosningarnar—Hreinn meirihluti

Það tók ekki langan tíma, eyðimerkurgangan var stutt.
Til hamingju Röskva.

Wednesday, February 07, 2007

Lítil börn

Little children er virkilega fín mynd. Virkilega.

Tuesday, February 06, 2007

Kosningar

Jæja, á morgun er ég að fara að vinna við Stúdentaráðskosningar í Háskólanum. Er í kjörstjórn. Kjörstjórn sér um að kosningar fari vel fram, réttir fólki kjörseðla og tekur á móti atkvæðum auk þess að stöðva allan áróður fylkinga á kjördögum. Ég er semsagt hlutlaus umsjónaraðili á kjördögum.

Ég var samt á sínum tíma sjálfur í hringiðunni í tvö ár en hef núna tekist að fá örlitla fjarlægð á þetta allt. Fjarlægðin hefur hjálpað mér að meta árin mín í Röskvu.

Það sem eftir stendur eftir þetta allt saman er sá magnaði samtakamáttur sem verður til, sérstaklega vikurnar fyrir kosningar. Í raun má segja að þetta sé rannsóknarverkefni fyrir fólk í verkefnastjórnun. Fullt af ungu fólki kemur saman og hefur enga sérfræðiþekkingu. Í sameiningu á það að setja upp framboðslista, prenta plaköt, gefa út bæklinga, hitta alla nemendur í Háskólanum, stilla upp og manna borð með áróðri, útbúa kosningablað, dreifa kosningablaði, halda endalausa fundi og skemmtanir, standa í endalausri málefnavinnu, redda öllu á milli himins og jarðar o.s.frv. Allt þetta og meira til þarf síðan að gerast innan ótrúlega þröngs tímaramma. Krakkarnir sofa ekki nóg,borða ekki nóg og læra alls ekki nóg.

Allt þetta gerist í sjálfboðavinnu.

Röskva var og er kraftaverk. Hver einasta kosningabarátta er þrekvirki. Ég hef tekið út minn skerf í slíkri vinnu, sit nú á hliðalínunni og dáist að þessu duglega fólki.

Á morgun eru kosningar.

Kunngjört

Ég á pantaða klippingu á föstudagsmorgun.

Let it be known......

Monday, February 05, 2007

“Hvað ert þú að gera hér?”

Væri ekki klikkað ef maður sæti einhverstaðar úti á bekk og væri bara að chilla. Síðan kæmi allt í einu Kompás-gaurinn og segði: “Hvað ert þú að gera hér?"

Saturday, February 03, 2007

Kalli segir...

Karl Bretaprins átti bara ágæt ummæli í viðtali við fréttaskýrendaþáttinn 60 minutes. Þar segir hann m.a

"The trouble, I think, in today’s world is we abandon so many things unnecessarily,
so often in the name of efficiency. If you make everything over-efficient, you suck out, it seems to me, every last drop of what, up to now, has been known as culture."

Ég er hrifinn af þessum ummælum. Reyndar er ég líka hrifinn af skilvirkni.

Thursday, February 01, 2007

killer bunny

Ég man þegar ég sá fyrst þetta atriði. Ég var þá 16 ára gamall. Ég hló svo mikið að í góðan tíma á eftir gat ég ekki heyrt orðið "kanína" án þess að hlæja.