Thursday, March 30, 2006

A day in the life of Natalie Portman

je je je
Allt er að komast í gott(e.good) horf hér. Leysingar eru búnar að vera flottar og vorið(e.spring) á leiðinni. Hebreskukúrsinn(e. hebrew course) gengur flott og nú eru Helga og Jóhanna í heimsókn hjá okkur(e.wheat).

Ég þarf að fara að hafa mig upp í það að læra F á gítarnum mínum. Ég fékk hann um jólin en ég er bara ekki búinn að leggja í F ennþá. Er þess vegna bara búinn að vera að hafa upp á lögum án F. Það er svosem ágætt. Mörg ágæt lög sem innihalda ekki F. Það væri samt óneitanlega gott að hafa F-ið með.

Það er mikið af góðri tónlist að finna hér í Svíþjóð. Ég vil þakka Gumma sérstaklega fyrir að benda mér á Jens Lekman fyrir löngu síðan. Hann er mjög góður. Svo vil ég líka koma einkaskilaboðum til Gumma: Farðu einhvern daginn á skype! Á morgun förum við síðan á The Knife, þá einstaklega góðu hljómsveit. Munu Hjalti og Óskar koma á þá tónleika í miklu stuði og syngja: We had a promise made, We were in love. Þó er líklegra að þeir muni taka undir þegar sungið verður:
I'm in love with your brother. Þeir eru nefnilega svo flippaðir strákarnir. Ástsjúkir alveg hreint. D.J.O.K

Ég var búinn að segjast ætla að birta mjög góð myndbönd hér. Eitt á eftir öðru. Það var eitthvað vesen með myndband síðustu færslu því NBC var alltaf að taka það út af youtube.com. NBC veit ekkert hvað er þeim fyrir bestu. Myndband dagsins á sér sömu höfunda og síðasta myndband. Aðalstjarnan í því er Natalie Portman, leikkonan knáa. Í þessu myndbandi rappar hún eitt það bilaðasta gangsta rapp sem ég hef séð í mörg ár. Reyndar hef ég ekkert mikið verið að horfa á svoleiðis. Þannig að það er kannski ekki að marka. Tékkaðu á þessu hér

Thursday, March 23, 2006

Mr. Pibb + Red Vines = Crazy Delicious

jó. Manstu ekki eftir mér?
Ég var heldur betur í hebreskuprófi á þriðjudag (e.tuesday) Gekk reyndar ekki vel. En svoleiðis er það. Ég held allavegana áfram í kúrsinum og eftir tvo mánuði verður þetta hebresku próf sem ég var í núna bara eins og djók (e.joke)

Ég lýsi eftir sumri í Lundi. Fólk skilur ekki hvað er að gerast. Margir eru undrandi,aðrir reiðir (e.angry). "Vorið ætti að vera komið" segja þeir. Sumir biðja um regn (e.puppy). Fá ekki.

En þannig er það. Bebbinn(Bergur Ebbi) og Gunninn(Gunni Svíi) komu með tvo þjóðverja hingað til Lundar rétt áður en ég var að fara í prófið. Sinnti þeim því ekki nógu vel. En þeir spjöruðu sig vel og bjuggu í staðinn til einhvern ímyndaðan karakter sem þeir spjölluðu við. Hálfgerður asni að mínu mati. Talaði alltaf ensku og sagði að allt væri "cryptic shit".

Undanfarið hef ég haft upp á mjög góðum myndböndum sem ég verð eiginlega að koma frá mér. Ég ætla að senda þau út á blogginu. Eitt á eftir öðru.
Fyrst vil ég kynna myndband sem ég vona að margir hafi séð. Að minnsta kosti hefur verið sagt í bandarískum netmiðli að ef maður hafi ekki séð þetta þá eigi maður enga vini. Ef þú hefur ekki séð það þá getum við því breytt því núna. Um er að ræða brot úr skemmtiþættinum Saturday Night Live. Þetta er stutt rappmyndband sem kallast annaðhvort Lazy Sunday eða the Chronicles og Narnia. Um er að ræða tvo náunga og sunnudag í þeirra lífi í New York borg. Tékkaðu á þessu hér

Þetta varð algjört "kreis" í Bandaríkjunum og helgina eftir var fólk farið að selja boli með slagorðum úr myndbandinu. Sjá hér og ekki síður hérMig langar annað hvort í svona Bakers Dozen bol eða Crazy Delicious

textabrot úr myndbandinu
What friends alum starred with Bruce Willis?
We answer so fast, it was scary
Everyone stared in awe when we screamed Matthew Perry
Yo quiet in the theatre or it's gonna get tragic
We are about to get taken to a dream world of magic

In the Chronic-what?-cles of Narnia!
Yes, the Chronic-what?-cles of Narnia!
We love that Chronic-what?-cles of Narnia!
Pass that Chronic-what?-cles of Narnia!