Thursday, April 27, 2006

3-D

Jebb. Valborgarhátíð næstu helgi. Ég vona að það verði gott veður og að það verði gaman. Ef ekki, þá er Lundakarnevalið alltaf eftir.

Ein af kennslubókunum mínum eru á nýnorsku. Það er fyndið tungumál. Þetta er form af norsku sem var búið til(já virkilega búið til) sem liður í einhverri þjóðarvakningu norðmanna. Er svona ætlað að fara aftur í ræturnar, í gamla tungumálið Fyrir vikið þá lítur þetta út eins og blendingstunga, sett saman úr norsku, dönsku, sænsku og íslensku. Ég vil meina að norska sé praktískasta norðurlandamál sem maður getur lært. Sá sem kann norsku skilur sænsku og dönsku og svíar og danir skilja norsku án herkja.
Sænskan er samt fallegust. Staðfest. Ekki reyndar samt skánskan. Hún er ágæt. En svolítið sérstök. Maður heyrir áhrif dönskunnar í hreimnum enda var Skánn áður hluti Danmerkur. Jebbs. Lundarháskóli var stofnaður árið 1666 í þeim tilgangi að sænska-upp svæðið. Mennta presta sem töluðu sænsku osfr.

Í framhaldi af þessu. Ég fór fyrr í vetur í matarboð til hebresku-prófessorsins míns. Það var einstaklega áhugavert. Ekki síst fyrir þær sakir að þar komst ég að því að hann og kona hans myndu vilja að Skánn, syðsti hluti Svíþjóðar, væri enn undir yfirráðum Danmerkur eins hann var áður fyrr. Þetta vildu þau meina að væri algengt viðhorf á meðal eldra fólks hér. Athyglisvert mjög.

Næsta myndaband sem ég færi þér krefst þolinmæði. Maður verður bara að gefa þessu séns. Annars held ég að það ætti að vera neitt vandamál núna þegar fólk er í prófatörn. Í raun er aldrei betri tími til að horfa á þetta. Um er að ræða grín útfærslu á svona týpískum O.C þætti með óvæntri atburðarrás. Þátturinn er í þrívídd en það ætti ekki að koma að sök þótt þú eigir ekki 3-D gleraugu. Tékkaðu á þessu hér

Lesning dagsins: Wikipedia-Nýnorska

Tuesday, April 25, 2006

Stork Patrol

Takk fyrir mig.
Lundur var góður í dag. Allstaðar eru útikaffihúsin dregin fram. Litlar en litríkar blómabreiður dreifa úr sér um allt. Fólk situr úti á grasinu og skríkir af gleði.

Mjög gott mál. Jóhanna af Örk. Það er ótrúleg saga. Hvernig fer 17 ára bændastúlka að því að sannfæra franska herinn um að hún eigi að leiða hann í stríði?
Á lista páfagarðs yfir einstaklega góðar kvikmyndir(já, svoleiðis listi er til) er eldgömul kvikmynd: Píslarsaga Jóhönnu af Örk. Þykir sú mynd vera mikið meistarastykki. Ég hef ekki séð hana. En í henni skilst mér að hún sé augljóslega Kristgervingur. Talandi um góðar gamlar kvikmyndir. Þá mæli ég með kvikmyndinni Meyjarlindin(Jungfrukällan) eftir Ingmar Bergman. Einstaklega góð mynd þar á ferð.

Rapplag um stork? Hljómar fáranlega. Er það í rauninni. En ég mæli hiklaust með því. Þetta er í raun stórkostlega gott rapplag. Ég vildi eiginlega að fleiri rapparar væru á þessum nótum. Þá myndi maður líklega njóta þess betur að hlusta á rapp. Óskar kallaði þetta indí-rapp. Klukkan var reyndar 3 um nótt þegar hann sagði það og hann var nýbúinn að borða falafel með exra miklu chillí. Þannig að það getur verið að hann hafi ekki verið með réttu ráði. Tékkaðu á myndbandinu hér

Hér er hluti textans við lagið:
Stork Patrol
You're one fine-feathered stork, with your lovely
hollow legs, long beak, feathers so cuddly
I want to step to ya stork but I don't know how
your style is mad intimidating, makes me go wild

Can't you open like those webbed toes, you know I spread those
scrawny bird legs past the head when I bed those
Steaky seed stork steady salty in your seed sack
how about this barnacle, bird? you know I need that

Lesning dagsins: Biblia Hebraica Stuttgartensia

Sunday, April 23, 2006

Just Two Guys

Begga og Eggert, tengdaforeldrarnir, hafa verið hér hjá okkur Völu í nokkra daga. Það er búið að vera næs.

Bandarískur vinur okkar Völu vill endilega koma í heimsókn til Íslands til að leita að Silfri Egils. Hann heldur að hann finni það. Ég held að hann finni það ekki. Hann segist vera mjög fundvís. Það er fyndið. Veit einhver hvort það sé hægt að leigja eða kaupa málmleitartæki á íslandi? Hvar þá?

Margir rembast mikið við að hafa skoðanir. Mikið getur það verið þreytandi. Setningar sem byrja á "mér finnst" hljóma gjarnan illa í mínum eyrum. Fólk með skoðanir á að til að hagræða staðreyndum, og fullyrða um þá hluti sem það hefur takmarkaða þekkingu á. Það vitnar jafnvel í "rannsóknir" sem það man ekki hver gerði eða hvar. Segist vita eitthvað sem það man ekki hvar það las eða heyrði. Haha. Þá getur maður ekkert sagt. "Nú, já er það þannig?" þarf maður að segja. Það getur verið leiðinlegt að spyrja: "Af hverju er það þannig?" ef manni finnst eitthvað ekki passa og fá þá svarið til baka: "Það er bara þannig".

Ég vona samt að enginn sem lesi þetta fari að krefja mig um að fylgja mælikvörðum um "fullkomna samræðu". Því ég efast um að ég standi alltaf undir því.

Ég ætla að lokum að færa þér mjög gott myndband. Frá sömu náungum og hafa verið á bakvið öll hin myndböndin og ég hef linkað á fyrr. Í þetta skiptið setja þeir sig í stellingar náunga sem falla ekki að hugmyndum okkar um töff. Síðan taka þeir lagið. Þeir kalla þetta myndband: Just Two Guys

Lesning dagsins: Wikipedia-The Goths

Thursday, April 20, 2006

Nintendo Cartoon Hour

Karl Rove aðalráðgjafi Bush bandaríkjaforseta var að segja af sér. Ég er með tár í augunum og braut blómapott áðan. Það sem Karl Rove gaf okkur vesturlandabúum verður ekki metið til fjár. Þess vegna er mér alveg sama um þennan blómapott.
D.J.Ó.K
Karl Rove var arkitekt kosningabaráttu George Bush. Án hans væri Bush ekki bandaríkjaforseti. Í gegnum kosningakerfi Rove, sem hann kallar the Metrics annarsvegar og smashmouth politics hinsvegar er nær útilokað fyrir Repúblikanaflokkinn að tapa. Karl Rove hefur unnið við kosningabaráttur frá 18 ára aldri og hefur alla tíð haft draum um varanlegan meirihluta Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Ætli honum hafi ekki tekist það. George Bush er allavegana alvarlega vanhæfur og samt forseti.
Þegar George Bush sigraði í síðustu kosningabaráttu hélt hann þakkarræðu. Í lok þakkarræðunnar kynnti hann manninn á bak við sigurinn. Eða eins og hann orðaði það ef ég man rétt: " Let me present to you the arcitecht, Karl Rove"

Ég hef lengi öfundað fólk sem hýsir bloggið sitt hjá Xanga, sérstaklega af einum fídus. Það er Currently reading fídusinn. Þar linkar maður inn bókina sem maður er að lesa frá amazon, lítil mynd af bókarkápunni og allt.

Ég við færa þér mjög gott myndband. Það fólk sem var mikið fyrir hinar gömlu góðu nintendo tölvur ætti að hafa gaman að þessu. Mér þykir þetta allavegana fyndið.

Lesning Dagsins: Wikipedia-Old English language