3-D
Jebb. Valborgarhátíð næstu helgi. Ég vona að það verði gott veður og að það verði gaman. Ef ekki, þá er Lundakarnevalið alltaf eftir.
Ein af kennslubókunum mínum eru á nýnorsku. Það er fyndið tungumál. Þetta er form af norsku sem var búið til(já virkilega búið til) sem liður í einhverri þjóðarvakningu norðmanna. Er svona ætlað að fara aftur í ræturnar, í gamla tungumálið Fyrir vikið þá lítur þetta út eins og blendingstunga, sett saman úr norsku, dönsku, sænsku og íslensku. Ég vil meina að norska sé praktískasta norðurlandamál sem maður getur lært. Sá sem kann norsku skilur sænsku og dönsku og svíar og danir skilja norsku án herkja.
Sænskan er samt fallegust. Staðfest. Ekki reyndar samt skánskan. Hún er ágæt. En svolítið sérstök. Maður heyrir áhrif dönskunnar í hreimnum enda var Skánn áður hluti Danmerkur. Jebbs. Lundarháskóli var stofnaður árið 1666 í þeim tilgangi að sænska-upp svæðið. Mennta presta sem töluðu sænsku osfr.
Í framhaldi af þessu. Ég fór fyrr í vetur í matarboð til hebresku-prófessorsins míns. Það var einstaklega áhugavert. Ekki síst fyrir þær sakir að þar komst ég að því að hann og kona hans myndu vilja að Skánn, syðsti hluti Svíþjóðar, væri enn undir yfirráðum Danmerkur eins hann var áður fyrr. Þetta vildu þau meina að væri algengt viðhorf á meðal eldra fólks hér. Athyglisvert mjög.
Næsta myndaband sem ég færi þér krefst þolinmæði. Maður verður bara að gefa þessu séns. Annars held ég að það ætti að vera neitt vandamál núna þegar fólk er í prófatörn. Í raun er aldrei betri tími til að horfa á þetta. Um er að ræða grín útfærslu á svona týpískum O.C þætti með óvæntri atburðarrás. Þátturinn er í þrívídd en það ætti ekki að koma að sök þótt þú eigir ekki 3-D gleraugu. Tékkaðu á þessu hér
Lesning dagsins: Wikipedia-Nýnorska
Ein af kennslubókunum mínum eru á nýnorsku. Það er fyndið tungumál. Þetta er form af norsku sem var búið til(já virkilega búið til) sem liður í einhverri þjóðarvakningu norðmanna. Er svona ætlað að fara aftur í ræturnar, í gamla tungumálið Fyrir vikið þá lítur þetta út eins og blendingstunga, sett saman úr norsku, dönsku, sænsku og íslensku. Ég vil meina að norska sé praktískasta norðurlandamál sem maður getur lært. Sá sem kann norsku skilur sænsku og dönsku og svíar og danir skilja norsku án herkja.
Sænskan er samt fallegust. Staðfest. Ekki reyndar samt skánskan. Hún er ágæt. En svolítið sérstök. Maður heyrir áhrif dönskunnar í hreimnum enda var Skánn áður hluti Danmerkur. Jebbs. Lundarháskóli var stofnaður árið 1666 í þeim tilgangi að sænska-upp svæðið. Mennta presta sem töluðu sænsku osfr.
Í framhaldi af þessu. Ég fór fyrr í vetur í matarboð til hebresku-prófessorsins míns. Það var einstaklega áhugavert. Ekki síst fyrir þær sakir að þar komst ég að því að hann og kona hans myndu vilja að Skánn, syðsti hluti Svíþjóðar, væri enn undir yfirráðum Danmerkur eins hann var áður fyrr. Þetta vildu þau meina að væri algengt viðhorf á meðal eldra fólks hér. Athyglisvert mjög.
Næsta myndaband sem ég færi þér krefst þolinmæði. Maður verður bara að gefa þessu séns. Annars held ég að það ætti að vera neitt vandamál núna þegar fólk er í prófatörn. Í raun er aldrei betri tími til að horfa á þetta. Um er að ræða grín útfærslu á svona týpískum O.C þætti með óvæntri atburðarrás. Þátturinn er í þrívídd en það ætti ekki að koma að sök þótt þú eigir ekki 3-D gleraugu. Tékkaðu á þessu hér
Lesning dagsins: Wikipedia-Nýnorska