Thursday, May 11, 2006

Ísbúð sem snýst

Ahh, ljúfa lífið hér í Lund. Ég vakna á morgnanna. Læri. Fer í tíma. Og svo ligg ég og sit á hinum ýmsu stöðum niðri í bæ. Les kannski blað undir tré. Veðrið býður upp á þetta. Ég skil hvað fólk á við þegar það talar um “sænska sumarið” . Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu og undanfarnir 10 dagar eru búnir að vera frábærir.

Nú eru ég og Vala á leiðinni að grilla með hressu fólki. Eftir fylgja síðan partý og hressleiki.

Á laugardaginn erum við síðan að fara til Noregs ásamt bandaríkjamanninum Scott og Åsu sem er sænsk. Við ætlum að reyna að sjá norsku firðina sem eru sagðir svo fallegir og vera til staðar á 17 Maí, þjóðhátíðardegi Norðmanna.

Við komum síðan aftur 19 Maí aðeins til að þjóta beint á belle&sebastian tónleika í Kaupmannahöfn. Mætum síðan aftur til Lundar á hið víðfræga Lundakarnival þar sem sagt er að sé mikið stuð enda er það atburður sem er aðeins á 4 ára fresti. Hingað verða komnir gestir, þar á meðal Anna Pála og Bjarni Már og vona ég að sem flestir sjái sér fært að koma. Það kostar þó smá aur. 150 krónur sænskar en ég held að það sé þess virði. Sérstaklega ef gott veður verður. Búist er við hundruðum þúsunda manna á Lundakarneval sem er mikið í ljósið þess að hér búa rétt um 100.000 manns.

En allavegana myndband dagsins er hlut af myndbandaseríu sem mér finnst mjög góð.
Hjálmars Þ. Hannesson er aðalpersónan í þessum myndböndum og hann er að heyja kosningabaráttu. Gera svona framboðsauglýsingar. Hann er einhverskonar fulltrúi hægri flokkar á Íslandi. Ég held að uppáhaldssketsinn minn sé þessi hér: Ísbúð sem snýst. Á eftir honum kemur væntanlega: Lausn í lóðamálum

Wednesday, May 03, 2006

No matter what happened Tuesday

Það ringdi á Valborgarhátíðinni þannig að fólk gafst upp. Veðurfar hefur verið undarlegt hér undanfarinn vetur og hefur þetta áreiðanlega verið síðasta vörn vetursins. Svíar voru spurðir að því hvað fólk gerði þegar það ringdi á Valborgarhátíðinni. Svarið: "Það hefur aldrei rignt." En eins og ég hef sagt áður. Lundakarnivalið er eftir.

Ég er búinn að átta mig á því að ég er alltaf í prófum hérna úti. Á íslandi fer maður stundum í fimm próf í lok annar. Það er klikkað. Hér úti fer maður í svipaðan fjölda af prófum en þeim er bara dreift yfir önnina. Það gerir mann samviskusamari. En það gerir það líka að verkum að manni finnst maður alltaf vera að læra fyrir próf.

Hjalti, ég biðst afsökunar á að svara aldrei kommentunum þínum. Þetta virðist vera kerfisbundin höfnun en það er það ekki. Þú átt inni hjá mér einn chillí-chillí falafel fyrir að hafa þurft að þola þetta.

Myndband dagsins er athyglisvert. Stephen Colbert heitir maður sem er grínari hjá the Daily show. Honum var boðið á viðburð sem forseti USA heldur einu sinni á ári þar sem öllu helsta fjölmiðlafólki er boðið og flott fólk vill vera á. Honum var boðið að vera ræðuhaldari. Þeir sem skipulögðu þetta hafa án efa séð eftir því að hafa boðið honum. Stephen Colbert "roasted Bush" eins og kanarnir orða það. Og eins og þið sem horfið á þetta sjáið, þá er George Bush við hliðina á honum. Svona 3 metra frá. Það er eiginlega skrýtið að horfa á þetta. Því miður þá var þetta tekið út af youtube.com en ég fann hluta nr.1 af ræðunni einhversstaðar annarsstaðar. Þetta byrjar á einhverri kynningu á Colbert. Síðan tekur hann sjálfur við. Tékkaðu á þessu hér. Það merkilega er að fjölmiðlar í USA fjölluðu lítið sem ekkert um þetta. Ástæðan er sú að Colbert málaði þá upp sem mjög slaka.

úr myndbandinu:
"The greatest thing about this President is you know where he stands. He believes the same thing Wednesday that he believed on Monday, no matter what happened Tuesday!"

Lesning dagsins: Biblia Hebraica Stuttgartensia