Ísbúð sem snýst
Ahh, ljúfa lífið hér í Lund. Ég vakna á morgnanna. Læri. Fer í tíma. Og svo ligg ég og sit á hinum ýmsu stöðum niðri í bæ. Les kannski blað undir tré. Veðrið býður upp á þetta. Ég skil hvað fólk á við þegar það talar um “sænska sumarið” . Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu og undanfarnir 10 dagar eru búnir að vera frábærir.
Nú eru ég og Vala á leiðinni að grilla með hressu fólki. Eftir fylgja síðan partý og hressleiki.
Á laugardaginn erum við síðan að fara til Noregs ásamt bandaríkjamanninum Scott og Åsu sem er sænsk. Við ætlum að reyna að sjá norsku firðina sem eru sagðir svo fallegir og vera til staðar á 17 Maí, þjóðhátíðardegi Norðmanna.
Við komum síðan aftur 19 Maí aðeins til að þjóta beint á belle&sebastian tónleika í Kaupmannahöfn. Mætum síðan aftur til Lundar á hið víðfræga Lundakarnival þar sem sagt er að sé mikið stuð enda er það atburður sem er aðeins á 4 ára fresti. Hingað verða komnir gestir, þar á meðal Anna Pála og Bjarni Már og vona ég að sem flestir sjái sér fært að koma. Það kostar þó smá aur. 150 krónur sænskar en ég held að það sé þess virði. Sérstaklega ef gott veður verður. Búist er við hundruðum þúsunda manna á Lundakarneval sem er mikið í ljósið þess að hér búa rétt um 100.000 manns.
En allavegana myndband dagsins er hlut af myndbandaseríu sem mér finnst mjög góð.
Hjálmars Þ. Hannesson er aðalpersónan í þessum myndböndum og hann er að heyja kosningabaráttu. Gera svona framboðsauglýsingar. Hann er einhverskonar fulltrúi hægri flokkar á Íslandi. Ég held að uppáhaldssketsinn minn sé þessi hér: Ísbúð sem snýst. Á eftir honum kemur væntanlega: Lausn í lóðamálum
Nú eru ég og Vala á leiðinni að grilla með hressu fólki. Eftir fylgja síðan partý og hressleiki.
Á laugardaginn erum við síðan að fara til Noregs ásamt bandaríkjamanninum Scott og Åsu sem er sænsk. Við ætlum að reyna að sjá norsku firðina sem eru sagðir svo fallegir og vera til staðar á 17 Maí, þjóðhátíðardegi Norðmanna.
Við komum síðan aftur 19 Maí aðeins til að þjóta beint á belle&sebastian tónleika í Kaupmannahöfn. Mætum síðan aftur til Lundar á hið víðfræga Lundakarnival þar sem sagt er að sé mikið stuð enda er það atburður sem er aðeins á 4 ára fresti. Hingað verða komnir gestir, þar á meðal Anna Pála og Bjarni Már og vona ég að sem flestir sjái sér fært að koma. Það kostar þó smá aur. 150 krónur sænskar en ég held að það sé þess virði. Sérstaklega ef gott veður verður. Búist er við hundruðum þúsunda manna á Lundakarneval sem er mikið í ljósið þess að hér búa rétt um 100.000 manns.
En allavegana myndband dagsins er hlut af myndbandaseríu sem mér finnst mjög góð.
Hjálmars Þ. Hannesson er aðalpersónan í þessum myndböndum og hann er að heyja kosningabaráttu. Gera svona framboðsauglýsingar. Hann er einhverskonar fulltrúi hægri flokkar á Íslandi. Ég held að uppáhaldssketsinn minn sé þessi hér: Ísbúð sem snýst. Á eftir honum kemur væntanlega: Lausn í lóðamálum