Monday, February 13, 2006

Austurstræti 17

Já, Það tókst. Heldur betur. Dagur hefur fengið sterkt umboð til að leiða Samfylkinguna í vor. Nú verður þetta spennandi og ekki lengur hægt að tala um sjálfsagðan sigur Sjálfstæðisflokksins í borginni.

Þetta er búið að vera heldur massívt allt saman. Ég kom til landsins fyrir að verða tveimur vikum. Ég er samt ekki búinn að hitta vini mína neitt og fjölskyldu mína allt of lítið að mínu mati. Ég var skuggalega mikið á kosningamiðstöðinni, Austurstræti 17. Ég minni líka á það að ég er í námi og ætti að fara í hebreskupróf á miðvikudaginn. Ég hef hinsvegar ekki lært mikla hebresku af þessari kosningabaráttu. En ég hef kannski lært ýmislegt annað.

Núna er það síðan aftur Lundur, Svíþjóð og hebreska.

Lagatexti dagsins er í raun sálmatexti. Hann er saminn af Sigurbirni Einarssyni. Þetta er þó aðeins brot. Ef þú vilt lesa restina þá er hann númer 356 í Sálmabókinni:

Þú, Guð, sem veist og gefur allt,
mitt geð er hvikult, blint og valt
og hugur snauður, hjartað kalt,
þó vil ég vera þinn.

Friday, February 03, 2006

Emancipation Proclamation

Ég er á Íslandi.
Það var alltaf ætlunin að mæta til landsins fyrir prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík. En ekki svona fljótt. Ég lét flýta ferðinni. Varð allt í einu eitthvað spenntur. Og núna er ég hér. Ferskur í kosningamiðstöðinni á Austurstræti og vona að Dagur verði sá sem leiði lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég reyni alla vega að gera það sem ég get.

Á Íslandi er hlýrra heldur en var í Svíþjóð og snjólaust. "Af hverju ætli þetta sé kallað Ísland" velti ein dönsk kona fyrir sér þegar hún lenti í sömu flugvél og ég.
Ég velti fyrir mér: Ættum við að breyta því? Halda hugmyndasamkeppni? Það gæti verið flott. Nafnið Lundaland myndi líklega verða ofan á.

Salóme systir mín átti afmæli í gær. Óskum henni til hamingju með það.

Lagatexti dagsins er frá Wu tang Clan í tilefni þess að þeir spiluðu í gær í Lundi. Eða, reyndar var það ekki Wu tang Clan heldur Killa beez sem eru einhverjir aðeins meira sillí gæjar. En allavegana. Njóttu vel!

Raw I'ma give it to ya, with no trivia
Raw like cocaine straight from Bolivia
My hip-hop will rock and shock the nation
like the Emancipation Proclamation